Hoppa yfir valmynd
14. febrúar 2008 Heilbrigðisráðuneytið

Ferðastyrkir til að sækja sér þjónustu talmeinafræðinga

Þeir sem þurfa að leita til talmeinafræðinga og eiga um langan veg að fara til að sækja sér þjónustuna geta nú fengið ferðastyrki vegna ferðakostnaðar. Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, breytti í dag reglugerð um ferðastyrki. Hin breytta reglugerð felur í sér að einstaklingar sem þurfa að leita sér þjónustu talmeinafræðinga geta nú fengið greidda ferðastyrki á móti ferðakostnaðinum sem af heimsókninni hlýst. Þetta gagnast fyrst og fremst þeim sem eiga um langan veg að sækja sér talmeinaþjónustu. Þeir sem sækja um ferðastyrki þessa gera það með því að snúa sér til Tryggingastofnunar ríkisins eða umboðsmanna stofnunarinnar.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta