Hoppa yfir valmynd
4. mars 2008 Heilbrigðisráðuneytið

Lífshlaupið 2008 hófst í morgun

Radherra_i_vidtali
Ráðherrar í viðtali

Lífshlaupi Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands var hleypt af stokkunum í morgun þegar heilbrigðisráðherra atti kappi við menntamálaráðherra.

Heilbrigðis- og menntamálaráðuneytin og Lýðheilsustöð eru meðal þeirra sem styðja við verkefnið Lífshlaupið, sem er hvatningar-og átaksverkefni og miðar að því að hvetja alla landsmenn til að hreyfa sig meira og auka líkamsrækt.

Lífshlaupinu var hleypt af stokkum í Álftamýrarskóla í Reykjavík í morgun að viðstöddum skólabörnum sem skemmtu sér hið besta þegar heilbrigðis- og menntamálaráðherra reyndu með sér í dekkjahlaupi og hefðbundnu sippi. Menntamálaráðherra, formaður ÍSÍ og heilbrigðisráðherra ávörpuðu börnin og gesti og þá sagði heilbrigðisráðherra meðal annars: “Hreyfing er mikilvægur þáttur í eflingu heilbrigðis. Þrátt fyrir að mikilvægi hreyfingar fyrir heilsu og vellíðan sé vel þekkt eru margir sem ná ekki að hreyfa sig í samræmi við ráðleggingar um hreyfingu. Lýðheilsustöð mælir með að fullorðnir hreyfa sig í minnst 30 mínútur á dag og börn og unglingar í minnst 60 mínútur á dag. Með þetta að leiðarljósi hrindir Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands ásamt heilbrigðisráðuneyti, menntamálaráðuneyti, Lýðheilsustöð og samstarfsaðilum í dag, af stað verkefninu Lífshlaupinu. Ég vil hvetja alla landsmenn til að taka þátt í Lífshlaupinu. Keppa þar með við sjálfa sig og aðra með því að huga að sinni daglegu og hreyfingu og auka hana eins og kostur er.”

Nánari upplýsingar um Lífshlaupið: www.lifshlaupid.is

Grein heilbrigðis- og menntamálaráðherra í Morgunblaðinu í tilefni Lífshlaupsins


Annar Guðlaugur Þór og Þorgerður Katrín

Guðlaugur sippar

Ad_keppni_lokinni
Born

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta