Hoppa yfir valmynd
5. mars 2008 Heilbrigðisráðuneytið

Breytingar á lyfjalöggjöfinni

Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, hefur lagt fram á Alþingi fumvarp sem felur í sér verulegar breytingar á lyfjalögum.

Meginefni frumvarpsins miðar að því að efla samkeppni og auka þjónustu við neytendur með því að fella brott bann við póstverslun með lyf og heimila sölu nikótín- og flúorlyfja utan lyfjabúða. Í því skyni að ná niður lyfjaverði og halda lyfjakostnaði stofnana í lágmarki er lagt til að verð á lyfseðilsskyldum lyfjum frá sama söluaðila verði það sama um allt land og að lyfjanefndir sjúkrahúsa gefi út bindandi lista um notkun á lyfjum á viðkomandi stofnun. Þá er lagt til að eftirlit og eftirfylgni með lyfjaávísunum og aukaverkunum lyfja verði styrkt með því að lengja varðveislutíma gagna í lyfjagagnagrunni landlæknis úr þremur árum í þrjátíu. Þá er og lagt til að stjórnsýsla vegna lyfjamála verði einfölduð með því að flytja leyfisveitingar á sviði lyfjamála frá ráðuneytinu til Lyfjastofnunar.

Sjá frumvarp heilbrigðisráðherra á vef Alþingis. (ATH. opnast í nýjum glugga)



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta