Umsóknir um framlög úr Framkvæmdasjóði aldraðra
Samstarfsnefnd um málefni aldraðra auglýsir eftir umsóknum um framlög úr Framkvæmdasjóði aldraðra fyrir árið 2012. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að uppbyggingu og efla öldrunarþjónustu um allt land.
Vakin er athygli á því að umsækjendum er nú skylt að fylla út umsóknir í Framkvæmdasjóðinn á rafrænu formi sem er aðgengilegt á sameiginlegum umsóknavef ráðuneyta og opinberra stofnana. Þetta er í fyrsta sinn sem umsóknavefur Stjórnarráðsins er nýttur fyrir Framkvæmdasjóðinn. Þess er vænst að þetta fyrirkomulag verði til hagræðis fyrir umsækjendur og auki jafnframt öryggi við móttöku og meðferð umsókna.
- Auglýsing um Framkvæmdasjóð aldraðra fyrir árið 2012
- Sótt er um á umsóknarvef Stjórnarráðsins: http://umsokn.stjr.is