Hoppa yfir valmynd
14. mars 2023 Innviðaráðuneytið

Halla Nolsøe Poulsen ráðin framkvæmdastjóri NORA

Halla Nolsøe Poulsen frá Færeyjum hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Norræna Atlantshafssamstarfsins (NORA). Halla tekur við starfinu af Ásmundi Guðjónssyni, sem fer á eftirlaun eftir átta ár við stjórnvölinn hjá NORA.

Norræna Atlantshafssamstarfið (NORA) er ríkjasamstarf Íslands, Færeyja, Grænlands og strandsvæða í norður- og vesturhluta Noregs. NORA er með skrifstofur í Færeyjum og vinnur að því að efla og þróa samstarf í byggða- og atvinnumálum, nýsköpun og sjálfbærri þróun. Starfið hvílir á þremur grunnstoðum sem eru verkefnastuðningur, stefnumörkun og tengslamyndun. Norræna ráðherranefndin er með samstarfssamning við NORA og fær stofnunin einnig framlög frá aðildarlöndunum fjórum.

Halla er með meistaragráðu í stjórnmálafræði frá Háskólanum í Kaupmannahöfn en hefur einnig lagt stund á verkefnastjórnun. Síðustu þrjú ár hefur Halla gegnt stöðu sendiherra Færeyja á Íslandi. Áður starfaði hún sem sérfræðingur hjá Norðurlandaráði í Kaupmannahöfn, á skrifstofu lögmanns í Færeyjum og í utanríkis- og atvinnuvegaráðuneyti Færeyja en þar bar hún ábyrgð á þátttöku Færeyja í norrænu samstarfi Norrænu ráðherranefndarinnar.

Halla tekur til starfa 1. september nk.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta