Hoppa yfir valmynd
20. desember 2013 Utanríkisráðuneytið

Samstarfsverkefni um neyðaraðstoð hljóta 89 milljón kr. styrk

Sex samstarfsverkefni félagasamtaka og utanríkisráðuneytisins um neyðaraðstoð og þróunarsamvinnu hljóta samtals tæplega 89 milljónir kr. styrk seinni hluta árs 2013. Þegar hefur verið ráðstafað um 188 milljónum kr.  af framlögum ársins sem ætlaðar eru til samstarfsverkefna á vegum félagasamtaka árið 2013.

Eftirfarandi verkefni hljóta styrk:

Hjálparstofnun kirkjunnar     Neyðaraðstoð í Sýrlandi og nágr.     15.000.030 kr.

Rauði kross Íslands             Heilsuvernd í Mangochi fyrir 2014    26.855.280 kr.

Barnaheill                               Neyðaraðstoð í Sýrlandi                        9.270.000 kr.

Barnaheill                              Úttekt á menntaverk. í N-Úganda         5.938.800 kr.

Rauði kross Íslands            Neyðarframlag til IFRC v/Sýrlands    15.000.000 kr.

Rauði kross Íslands            Neyðarverk. í Líbanon v/Sýrlands      15.000.000 kr.

Þá hefur utanríkisráðuneytið ákveðið að veita 42 milljóna aukaframlag til félagasamtaka vegna neyðaraðstoðar á Filippseyjum; Hjálparstarf kirkjunnar fær 10 m.kr., Rauði krossinn á Íslandi 20 m.kr. og SOS Barnaþorp 12 m.kr.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta