Hoppa yfir valmynd
14. desember 2022 Utanríkisráðuneytið

Tilraunaverkefni með ungu fólki og konum í Malaví

Samstarf við ungt athafnafólk í Malaví. - mynd

Ísland styður við tilraunaverkefni í valdeflingu kvenna og ungmenna í Mangochi héraði í Malaví. Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra var tekið með kostum og kynjum þegar hún heimsótti Malembo þorpið í nýliðinni viku og kynnti sér verkefnin sem eiga að virkja og efla ungmenni í dreifbýli Mangochi og veita þeim hagnýta færni og þjálfun til að bæta lífskjör og efnahagslegar aðstæður.

„Það er alltaf hvetjandi að vera í kringum unga frumkvöðla. Ég kem sjálf úr litlu sjávarþorpi á Íslandi og er því persónulega spennt að sjá ykkar hugmyndir að lausnum. Þið, unga fólkið í Malaví, eruð framtíð þessa lands, hugmyndir ykkar og velgengni er undirstaða velgengni Malaví,“ sagði Þórdís Kolbrún í ávarpi.

Tilraunaverkefnið felst meðal annars í því að mótuð hafa verið stefnumið hafa verið mótuð fyrir efnahagslega valdeflingu í héraðinu. Unnið er með þrettán samvinnufélögum, sex kvenna- og sjö ungmennahópum, samtals um 580 einstaklingum, sem hafa hlotið þjálfun í tækni, framleiðslu og viðskiptum. Einnig er stutt við bætt aðgengi að mörkuðum og fjármagni.

Chilale Youth Fishing Cooperative samanstendur af 60 konum og 45 körlum sem hafa hlotið þjálfun í framleiðslu og viðskiptum og fengið báta, veiðarfæri og björgunarvesti.

Ungmennahópurinn telur 120 drengi og stúlkur sem hafa hlotið stuðning til náms í húsasmíði, bifvélavirkjun, klæðskeraiðn, múraraiðn og rafvirkjun. Af þeim útskrifuðust sextíu í sumar og önnur sextíu ungmenni hófu þjálfun í október.

Um 43 prósent þjóðarinnar er undir fjórtán ára aldri og atvinnutækifæri fyrir ungmenni í landinu, sérstaklega úti í sveitum, mjög takmörkuð. Því leggja stjórnvöld í Malaví mikla áhersla á að stuðla að margvíslegri þjálfun og bæta menntun til efla að atvinnuþátttöku og draga úr sárafátækt.

  • Ungliðarnir kynna verkefni sín fyrir utanríkisráðherra. - mynd

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

9. Nýsköpun og uppbygging
8. Góð atvinna og hagvöxtur
4. Menntun fyrir öll

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta