Aðgerðir til að draga úr lyfjakostnaði - liður í langtímaáætlun
Aðgerðir liður í langtímaáætlun í lyfjamálum
Heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið hefur á undanförnum mánuðum kannað ýmsar leiðir til að sporna við útgjaldaaukningu vegna lyfjakostnaðar. Í byrjun ársins var t.a.m. kynnt sérstakt átak í lyfjamálum heilbrigðisstofnana sem einkum snýr að vali lyfja, innkaupum og útboðum. Átakið er liður í langtímaáætlun ráðuneytisins í lyfjamálum en á næstu mánuðum og misserum er ætlunin að endurmeta alla helstu þætti lyfjamála og heildarstefnu í málaflokknum. Nú á vormánuðum mun ráðherra skipa nefnd til að móta stefnu í lyfjamálum og heildarendurskoðun lyfjalaganna en við þá stefnumörkun mun nýútkomin skýrsla Ríkisendurskoðunar væntanlega vera lögð til grundvallar. Fjallað er um málið í pistli skrifstofu heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins á sviði lyfjamála (pdf opnast í nýjum glugga)