Hoppa yfir valmynd
24. mars 2023 Utanríkisráðuneytið

Úkraínustríðið efst á baugi utanríkisráðherrafundar Íslands og Danmerkur

Úkraínustríðið efst á baugi utanríkisráðherrafundar Íslands og Danmerkur - myndUtanríkisráðuneytið

Stríðið í Úkraínu og formennska Íslands í Evrópuráðinu auk tvíhliða samskipta voru aðalumræðuefnin á fundi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra og Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra Danmerkur í Kaupmannahöfn í dag.

Utanríkisráðherrarnir áttu fund í danska utanríkisráðuneytinu síðdegis, þann fyrsta síðan Lars Løkke tók við embætti undir lok síðasta árs. Innrásarstríð Rússlands í Úkraínu og viðbrögð vestrænna þjóða við því voru helsta umræðuefna ráðherranna en ýmis önnur alþjóðamál svo og formennska Íslands í Evrópuráðinu voru jafnframt ofarlega á baugi.

„Utanríkisráðherrar Norðurlanda eiga í afar reglubundnum samskiptum, bæði á vettvangi norræns samstarfs en líka á tvíhliða grundvelli. Það var þess vegna bæði gagnlegt og ánægjulegt að hitta Lars Løkke hér í dönsku höfuðborginni og ræða sameiginleg hagsmunamál og hugðarefni en líka þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir. Þar, eins og í svo mörgum málefnum, tala Ísland og Danmörk sama máli,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.

Í lok fundar færði Þórdís Kolbrún Lars Løkke að gjöf úrval íslenskra bjórtegunda til merkis um þá nýsköpun og grósku sem fyrirfinnst á þeim vettvangi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta