Umsækjendur um embætti héraðsdómara
Fréttatilkynning
Nr. 4/ 2004
Hinn 10. maí 2004 rann út umsóknarfrestur um embætti héraðsdómara, sem fyrst um sinn mun ekki eiga fast sæti við tiltekinn héraðsdómstól, sbr. heimild í 1. mgr. 15. gr. laga um dómstóla nr. 15/1998, en eiga fyrstu starfsstöð við Héraðsdóm Reykjavíkur. Auk starfa þar verða honum einnig falin verkefni við aðra héraðsdómstóla. Dómsmálaráðherra skipar í embættið frá og með 1. september 2004.
Um embættið sóttu:
Arnfríður Einarsdóttir, skrifstofustjóri við Héraðsdóm Reykjavíkur, nú settur héraðsdómari við sama dómstól,
Ásgeir Magnússon hæstaréttarlögmaður,
Sigrún Guðmundsdóttir hæstaréttarlögmaður,
Þorsteinn Pétursson, héraðsdómslögmaður, starfar nú sem löglærður fulltrúi sýslumannsins á Selfossi.
Í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu,
13. maí 2004.