Hoppa yfir valmynd
3. nóvember 2015 Heilbrigðisráðuneytið

Málstofa um nýsköpun og tækni í velferðarþjónustu

Sólfar
Sólfar

Nýsköpun og tækni í velferðarþjónustu.

Hvernig verðum við tilbúin fyrir framtíðina?

Málstofa á Hótel Hilton í Reykjavík 18. nóvember 2015


Ertu að velta fyrir þér hvernig félags- og heilbrigðisþjónustan geti orðið enn betri? Á vinnustofunni  „Hvernig verðum við tilbúin fyrir framtíðina – nýsköpun og tækni í velferðarþjónustu“ sem haldin verður 18. nóvember 2015 fá þátttakendur tækifæri til að fá upplýsingar og taka þátt í samræðu um stefnumál og aðgerðir á þessu sviði.

Vinnustofan á erindi við alla þá sem láta sig velferðarmál varða.

Fjallað verður um nýja stefnumörkun á sviði velferðar og tækni í félagsþjónustu og fjölda aðgerða sem eru hluti stefnumörkunarinnar,  kynntar ýmsar nýjungar ásamt mögulegum fjármögnunarleiðum við innleiðingu nýrra úrræða í velferðarþjónustu.  Þar á sitthvað eftir að koma á óvart.  

Skráning hefst kl. 9.00. Áætluð dagskrárlok eru kl. 15.40.

Aðgangur er ókeypis.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta