Dagur upplýsingatækninnar á fimmtudag
Dagur upplýsingatækninnar verður haldinn 28. nóvember næstkomandi en að honum standa innanríkisráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga og Ský, Skýrslutæknifélag Íslands. Dagskrá fer fram á Grand hóteli við Sigtún í Reykjavík og stendur dagskrá frá klukkan 13 til 17.
Flutt verða erindi um ýmis verkefni á sviði rafrænnar stjórnsýslu. Verkefnin tengjast stefnunni „Vöxtur í krafti netsins – Byggjum, tengjum og tökum þátt” sem hrint verður í framkæmd á árunum 2013-2016. Að auki verða veittar viðurkenningar fyrir besta ríkisvefinn og besta sveitarfélagavefinn.
Dagskráin hefst klukkan 13 með ávarpi Halldórs Halldórssonar, formanns stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, og síðan verða fluttir fyrirlestrar fram eftir degi. Klukkan 15.30 ræðir Jóhanna Símonardóttir, framkvæmdastjóri Sjá, efnið: Hvað er spunnið í opinbera vefi 2013? Kynnir hún niðurstöðu úttektar á vefjum sveitarfélaga og ríkis. Í lokin afhendir Halldór Halldórsson viðurkenningar fyrir bestu vefina.
Í dómnefnd fyrir val á bestu vefjunum 2013 sitja: Marta Lárusdóttir, Háskólanum í Reykjavík, Rakel Pálsdóttir, hjá Samtökum iðnaðarins og Sigurjón Ólafsson, hjá Fúnksjón vefráðgjöf.
Skráning fer fram hér.
Dagur upplýsingatækninnar, 28. nóvember 2013 á Grand hóteli
Vöxtur í krafti netsins - Byggjum, tengjum og tökum þátt
Innleiðing stefnu um upplýsingasamfélagið 2013-2016 og bestu opinberu vefirnir 2013
Dagskrá
13:00-13:10 Setningarávarp:
Halldór Halldórsson, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
13:10-13:25 Þekkingaruppbygging:
Upplýsingatækni í menntun: Staða og stefna.
Arnór Guðmundsson, skrifstofustjóri í mennta- og menningarmálaráðuneytinu.
13:25-13:45 Opin og gegnsæ stjórnsýsla:
Opin gögn, tilraunaverkefni, stefnumótun, ein gátt.
Elva Björk Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi, fjármála- og efnahagsráðuneytinu.
Aukið aðgengi að landupplýsingum.
Kjartan Ingvarsson, lögfræðingur í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.
13:45-14:05 Skipulag, öryggi og samvirkni:
Landsarkitektúr fyrir opinber kerfi.
Hermann Ólason, verkefnisstjóri í innanríkisráðuneyti.
Landsumgjörð um samvirkni í rafrænni þjónustu.
Arnaldur Axfjörð, ráðgjafi hjá Admon.
14:05-14:25 Hagræðing, skilvirkni og sjálfbærni:
Hagræðing með samtengingu kerfa dómstóla, ákæruvalds, lögreglu o.fl.
Hólmfríður S. Jónsdóttir, gæðastjóri í innanríkisráðuneytinu.
Aukin skilvirkni og bætt bótanýting.
Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Mótun upplýsingatæknistefnu.
Hugrún Ösp Reynisdóttir, sérfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu.
Rafrænir reikningar hjá ríkinu, næstu skref.
Bergþór Skúlason, sérfræðingur hjá Fjársýslu ríkisins.
14:25-14:45 Kaffi
14:45-15:10 Lýðræði:
Sköpunargleði – Hvað er Þjóðskrá Íslands að sýsla?
Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár Íslands.
15:10-15:30 Þjónusta:
Aukinn aðgangur að sjúkraskrám -
Hver getur séð sjúkraskrána mína og hvað sé ég?
Ingi Steinar Ingason, verkefnisstjóri hjá Embætti Landlæknis.
15:30-15:50 Hvað er spunnið í opinbera vefi 2013? –
Niðurstöður úttektar á vefjum ríkis og sveitarfélaga kynntar.
Jóhanna Símonardóttir, framkvæmdastjóri Sjá.
15:50-16:00 Viðurkenningar veittar fyrir besta ríkisvefinn og besta sveitarfélagavefinn.
16:00-17:00 Léttar veitingar.
Fundarstjóri: Guðbjörg Sigurðardóttir, innanríkisráðuneytinu.