Beint frá málþingi Vísindasiðanefndar í dag um rannsóknir á tímum COVID
Málþing Vísindasiðanefndar um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði á tímum COVID hefst kl. 13.00 í dag og stendur til kl. 16. Streymt verður beint frá þinginu og þeir sem fylgjast með geta spurt spurninga í gegnum forritið Slido. Markmiðið er að leiða saman fulltrúa rannsóknasamfélagsins, heilbrigðisyfirvalda og eftirlitsaðila til að ræða þá möguleika og þær áskoranir sem felast í rannsóknum meðan á faraldri stendur. Fyrirlesarar eru Alma Möller landlæknir, Vilmundur Guðnason, Helga Þórisdóttir, Karl Andersen, Unnur Valdimarsdóttir og Kári Stefánsson.
- Streymi frá málþinginu: https://youtu.be/RoRm1PMlKyE