Hoppa yfir valmynd
21. október 2020 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Mikilvægi vísindalegs frelsis aldrei meira

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra ávarpaði ráðstefnu evrópskra ráðherra vísindamála í gær. Efni hennar var þróun evrópska rannsókna og nýsköpunarsvæðisins og mikilvægi frelsis vísindamanna og rannsakenda.

„Frelsi til rannsókna og þekkingarsköpunar, bæði innan og utan rannsóknarstofnana, er grundvallarþáttur í lýðræðissamfélagi. Á þeim óvissutímum sem nú eru uppi hefur sjaldan verið mikilvægara að standa vörð um vísindalegt frelsi og styrkja alla þætti vísindastarfs – ekki síst samvinnu okkar á því sviði. Við horfum til vísindanna í leit að svörum og þau mun berast okkur hraðar ef við vinnum saman. Við megum aldrei gefa afslátt af gagnrýnni hugsun og skapandi þekkingarleit,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

Ráðherrar ESB og EFTA ríkjanna tóku þátt í ráðstefnunni auk sendiherra og ráðherra frá Ástralíu, Kanada, Ísrael, Nýja Sjálandi, Singapore, Afríkusambandinu og Bretlandi. Þar var samþykkt sameiginleg yfirlýsing um vísindalegt frelsi (e. Bonn Declaration on Freedom of Scientific Research).

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta