Helstu dagsetningar
5. apríl
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar má hefjast hjá kjörstjórum innan lands og utan.
- Innanríkisráðuneytið auglýsir atkvæðagreiðsluna.
- Utanríkisráðuneytið auglýsir hvar og hvenær atkvæðagreiðsla getur farið fram erlendis.
- Kjörstjóri (sýslumaður) á hverjum stað auglýsir hvar og hvenær atkvæðagreiðsla getur farið fram.
10. maí
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hjá kjörstjórum innan lands má hefjast á sjúkrahúsum, dvalarheimilum aldraðra, stofnunum fyrir fatlaða, í fangelsum, og í heimahúsum fyrir kjósendur vegna sjúkdóma, fötlunar og barnsburðar.
- Ósk um að greiða atkvæði í heimahúsi skal hafa borist kjörstjóra eigi síðar en fjórum dögum fyrir kjördag, þ.e. 27. maí.
10. maí
Framboðsfrestur rennur út.
- Framboðum skal skila skriflega til hlutaðeigandi yfirkjörstjórna eigi síðar en kl. 12 á hádegi laugardaginn 10. maí.
10. maí
Viðmiðunardagur kjörskrár.1
Framboðsfrestur rennur út.
13. maí2
Yfirkjörstjórn hvers sveitarfélags auglýsir framkomin framboð.
16. maí
Innanríkisráðuneytið auglýsir, eigi síðar en þennan dag, í Ríkisútvarpi og dagblöðum framlagningu kjörskráa. Í auglýsingunni komi fram að þeir sem vilja koma að athugasemdum við kjörskrá skuli senda þær hlutaðeigandi sveitarstjórn.
21. maí
Sveitarstjórnir skulu leggja kjörskrár fram almenningi til sýnis á skrifstofu sveitarstjórnar eða á öðrum hentugum stað eigi síðar en þennan dag. Kjörskráin skal liggja frammi á almennum skrifstofutíma til kjördags. Leiðréttingar má gera á kjörskrá fram á kjördag.
31. maí
Kjördagur.
[1] Öllum er heimilt að gera athugasemdir fram á kjördag og er sveitarstjórn heimilt að gera leiðréttingar á kjörskrá fram á kjördag.
[2] Ath. frestir til að gera athugasemdir við framboð geta verið tveir sólarhringar.