Hoppa yfir valmynd
29. júní 2012 Dómsmálaráðuneytið

Hvar ertu á kjörskrá?

Kjósendur geta kannað hvar þeir eru á kjörskrá í forsetakosningunum á morgun, 30. júní 2012, með því að smella hér. Þegar slegin er inn kennitala kemur upp nafn, lögheimili og sveitarfélag. Reykvíkingar og íbúar í nokkrum stærstu sveitarfélögunum fá einnig upplýsingar um kjörstað og kjördeild.

Þjóðskrá Íslands sér um gerð kjörskrárstofna og sveitarstjórnir gera kjörskrár á grundvelli þeirra. Enginn getur neytt kosningarréttar nema nafn hans sé á kjörskrá þegar kosning fer fram. Á kjörskrárstofni eru allir íslenskir ríkisborgarar sem skráðir voru með lögheimili í ákveðnu sveitarfélagi samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár 9. júní 2012 og fæddir eru 30. júní 1994 og fyrr. Ennfremur eru á kjörskrárstofni þeir íslenskir ríkisborgarar, sem lögheimili eiga erlendis en eiga kosningarrétt samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis.





Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta