Hoppa yfir valmynd
31. maí 2016 Utanríkisráðuneytið

Kynningarfundur um Uppbyggingarsjóð EES 2014-2021 fimmtudaginn 9. júní

Uppbyggingarsjóður EES - mynd

Fimmtudaginn 9. júní n.k. stendur utanríkisráðuneytið í samstarfi við RANNÍS fyrir kynningarfundi um Uppbyggingarsjóð EES 2014-2021. Fundurinn verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík kl. 8.30-12:30. Erindi og umræður fara fram á ensku, sjá dagskrá hér fyrir neðan.

Samningur EES-EFTA ríkjanna við ESB um næsta starfstímabil Uppbyggingarsjóðsins (2014-2021) var undirritaður 3. maí sl. en í hönd fara nú samningaviðræður við hvert og eitt viðtökuríkja sjóðsins um til hvaða málefna styrkirnir renna og hvernig samstarfi okkar við ríkin verði háttað á tímabilinu. 

Á kynningarfundinum munu starfsmenn skrifstofu sjóðsins í Brussel (FMO) greina frá fyrirhugaðri starfsemi á næsta starfstímabili, fjalla um tvíhliða samskipti Íslands og viðtökuríkjanna sem styrkt eru af sjóðnum og fara yfir helstu breytingar sem fyrirhugaðar eru frá því sem verið hefur. Þá verður fjallað um opið samráð um áherslur Uppbyggingarsjóðs EES fyrir nýtt starfstímabil. Fulltrúi utanríkisráðuneytisins mun greina frá undirbúningi samningaviðræðna af Íslands hálfu. Nokkrir íslenskir þátttakendur í samstarfsverkefnum styrktum af Uppbyggingarsjóði EES á núverandi tímabili munu greina frá reynslu sinni.

Einnig gefst áhugasömum tækifæri til þess að skrá sig til þátttöku á fundi sem haldinn verður í utanríkisráðuneytinu kl. 14-15.30 samdægurs. Þátttakendur hafa þá möguleika á að spyrja nánar út í þau atriði sem kynnt eru á morgunfundinum, ræða við starfsmenn Uppbyggingarsjóðsins og utanríkisráðuneytisins og hugsanlega koma á framfæri tillögum að samstarfsverkefnum. 

Skráning á fundina fer fram hér og skal senda eigi síðar en 3. júní n.k. 

Nánari upplýsingar veita Elísabet Andrésdóttir, sviðsstjóri alþjóðasviðs hjá RANNÍS, elisabet.andresdottir [hjá] rannis.is, Viðar Helgason, sérfræðingur á alþjóðasviði hjá RANNÍS, vidar.helgason [hjá] rannis.is og Ingibjörg Rafnar Pétursdóttir, sérfræðingur á viðskiptaskrifstofu hjá utanríkisráðuneytinu, netfang irp [hjá] mfa.is.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta