Hoppa yfir valmynd
26. apríl 2022 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Lilja heimsótti sköpunarmiðstöð norrænna listamanna í Róm

Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, heimsótti norrænu sköpunarmiðstöðina Circolo Scandinavo í Róm. Heimsóknin var hluti af ferð ráðherra til Ítalíu þar sem hún tók þátt í viðburðum tengdum alþjóðlegu listahátíðinni Feneyjatvíæringnum 2022 þar sem Ísland er eitt 58 þátttökulanda.

Sköpunarmiðstöðin Circolo Scandinavo í Róm er samfélag norræna listamanna sem á rætur sínar að rekja til ársins 1860 þegar norrænu bókasöfnin voru sett á stofn í borginni. Í yfir 160 ár hafa norrænir listamenn haft þar aðstöðu til að vinna að verkum og rannsóknum sínum í hinum ýmsu listgreinum. Fjöldi íslenskra listamanna hefur haldið til í Circolo Scandinavo þar sem þeir hafa dvalið með norrænum kollegum sínum en dæmi um norræna listamenn sem hafa dvalið í miðstöðinni eru Bertel Thorvaldsen, Henrik Ibsen, August Strindberg, Selma Lagerlöf og Sigrid Undset.

„Það var áhugavert að fá kynningu á þeirri rótgrónu starfsemi sem á sér stað í Circolo Scandinavo. Hér hefur samnorrænt menningarstarf farið fram um langa hríð en ég tel að menning sé mesta sameiningarafl Norðurlandanna. Sambýli norrænna listamanna eins og hér er til staðar styrkir ótvírætt tengslin milli Norðurlandanna og það að sköpunarmiðstöðin sé staðsett utan Norðurlandanna gerir sambýli og samstarf listafólksins enn þá áhugaverðara,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra. 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta