Hoppa yfir valmynd
28. október 2013 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Úrskurður vegna stjórnsýslukæru - ákvörðun RSK um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna vinnu manna við endurbætur á íbúðarhúsnæði.

[…]
[…]
[…]

Reykjavík 28. október 2013
Tilv.: FJR13090096/16.2.5

Efni: Úrskurður um kæru á ákvörðun ríkisskattstjóra, dags. 18. júlí 2013, um synjun á endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna vinnu manna við endurbætur á íbúðarhúsnæði.

Ráðuneytið vísar til bréfs yðar, dags. 28. ágúst 2013, þar sem kærð er sú ákvörðun ríkisskattstjóra að synja yður um endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu manna við endurbætur á íbúðarhúsnæði. Í bréfinu kemur fram að endurgreiðslu hafi verið synjað þar sem útgefandi reiknings hafi ekki verið skráður á virðisaukaskattsskrá á þeim tíma sem reikningurinn var gefinn út.
Með bréfi, dags. 23. september 2013, sendi ráðuneytið ríkisskattstjóra beiðni um umsögn í málinu. Umsögn ríkisskattstjóra barst þann 16. október sl.. Ríkisskattstjóri tekur fram í umsögn sinni að ákvæði 10. mgr. 42. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatts sé fortakslaust orðað og ekki heimilt að víkja frá því.
Í hinum kærða úrskurði er vísað til 10. mgr. 42. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum, þar sem fram kemur að skilyrði endurgreiðslu samkvæmt ákvæðinu er að seljandi vöru og þjónustu sé skráður á virðisaukaskattsskrá á því tímamarki sem viðskipti eiga sér stað. Framangreint skilyrði var komið á með lögum 69/2012, sbr. 5. gr. um breytingu á lögum um virðisaukaskatt. Ákvæðinu er ætlað að koma í veg fyrir að virðisaukaskattur sé endurgreiddur í þeim tilvikum sem honum er ekki skilað. Í máli þessu er ekki ágreiningur um það að skilyrði þetta var ekki uppfyllt. Af framansögðu er ljóst að ekki er heimilt að endurgreiða virðisaukaskatt samkvæmt framlögðum reikningi er fylgdi beiðni yðar.

Úrskurðarorð:
Ákvörðun ríkisskattstjóra um synjun endurgreiðslu virðisaukaskatts er staðfest.



Fyrir hönd ráðherra




Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta