Hoppa yfir valmynd
21. mars 2007 Innviðaráðuneytið

Drög að breytingu á reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004

Að undanförnu hefur kastljósi fjölmiðla verið beint að skorti á reglum um öryggisbelti fyrir farþega í bifreiðum sem ætlaðar eru til flutnings hreyfihömluðum og sitja í hjólastól sem festur er við gólf bifreiðarinnar.

Engin rök mæla með því að gera slakari kröfur til öryggis farþega sem situr í hjólastól í bifreið en annarra farþega sem ferðast í bifreiðum. Því eru í þessum drögum m.a. settar fram reglur um öryggisbúnað við flutning farþega í bifreiðum sem ætlaðar eru til slíks verks.

Í 1. gr. þessara reglugerðardraga er gert ráð fyrir breytingum á skilgreiningu á flokkum ökutækja í reglugerðinni, þ.e. fólksbifreið, sendibifreið og vörubifreið. Er þetta er til samræmis við alþjóðlegar skilgreiningar á slíkum ökutækjum.

Í 2. – 4. gr. reglugerðardraganna koma inn ný ákvæði um aukið öryggi hreyfihamlaðra í bifreiðum þess efnis að við festingar hjólastóla skuli vera bakstuðningur og höfuðpúði fyrir farþega í hjólastólum, að sé hæð frá jörðu að gólfi bifreiðar meiri en 100 ám skuli vera rampi (uppkeyrslubraut) eða lyfta fyrir hjólastóla og ennfremur ákvæði um öryggisbelti í bifreiðum sem flytja hreyfihamlaða einstaklinga.

Tekið skal fram að drög þessi eru kynnt hér með þeim fyrirvara að ekki er enn ákveðið frá hvaða tíma þessar kröfur skuli koma til framkvæmda. Er óskað eftir áliti hagsmunaaðila á því atriði svo og öðrum sem máli skipta vegna fyrirhugaðra reglugerðarbreytinga.

Frestur til að koma með athugasemdir vegna reglugerðardraganna er til 2. apríl n.k.

Reglugerðardrögin er að finna hér.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta