Drög að reglugerð um öryggis- og verndarbúnað farþega og ökumanns ökutækja
Tilgangur reglugerðarinnar er að stuðla að auknu öryggi ökumanna og farþega ökutækja með lágmarkskröfum um öryggis- og verndarbúnað sem nota skal meðan hvers konar vélknúin ökutæki og bifhjól eru á ferð. Lögð er áhersla á að hvað sem líður öryggisbúnaði fyrir börn getur rétt notkun búnaðarins skipt sköpum um það hvort hann kemur að notum eða ekki ef kemur til umferðaróhapps.
Í reglugerðinni er ennfremur kveðið á um öryggisbeltanotkun í hópbifreiðum og hvernig tilkynna beri farþegum um skyldu til notkunar öryggisbeltis. Gert er ráð fyrir að ökumaður, leiðsögumaður eða fararstjóri tilkynni um skyldu til notkunar öryggisbeltis í upphafi ferðar, en einnig telst hljóð- eða myndbandsupptaka uppfylla skilyrði um þá tilkynningu. Auk þess er kveðið á um að myndrænar upplýsingar um öryggisbeltanotkun séu í hópbifreiðum á stað sem sjá má úr farþegasætum.
Í reglugerðinni eru settar fram þær kröfur sem gerðar eru til öryggisbúnaðar
barna en þær byggjast á reglum Sameinuðu þjóðanna nr. 44.03 með síðari
breytingum.
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Sameinuðu þjóðanna í Genf: http://www.unece.org/trans/main/wp29/wp29wgs/wp29gen/wp29fdoc/
ECE-TRANS-WP29-343r15efr.pdf, bls. 31.
Umsagnarfrestur um reglugerðardrögin er til mánudagsins 2. apríl næstkomandi og skal senda þær á tölvupóstfangið [email protected].
Reglugerðardögin má sjá hér.