Hoppa yfir valmynd
26. mars 2007 Innviðaráðuneytið

Drög að reglugerð um öryggis- og verndarbúnað farþega og ökumanns ökutækja

Samin hafa verið drög að reglugerð um öryggis- og verndarbúnað farþega og ökumanns ökutækja. Frestur til að koma að athugasemdum við reglugerðardrögin er til mánudagsins 2. apríl.

Tilgangur reglugerðarinnar er að stuðla að auknu öryggi ökumanna og farþega ökutækja með lágmarkskröfum um öryggis- og verndarbúnað sem nota skal meðan hvers konar vélknúin ökutæki og bifhjól eru á ferð. Lögð er áhersla á að hvað sem líður öryggisbúnaði fyrir börn getur rétt notkun búnaðarins skipt sköpum um það hvort hann kemur að notum eða ekki ef kemur til umferðaróhapps.

Í reglugerðinni er ennfremur kveðið á um öryggisbeltanotkun í hópbifreiðum og hvernig tilkynna beri farþegum um skyldu til notkunar öryggisbeltis. Gert er ráð fyrir að ökumaður, leiðsögumaður eða fararstjóri tilkynni um skyldu til notkunar öryggisbeltis í upphafi ferðar, en einnig telst hljóð- eða myndbandsupptaka uppfylla skilyrði um þá tilkynningu. Auk þess er kveðið á um að myndrænar upplýsingar um öryggisbeltanotkun séu í hópbifreiðum á stað sem sjá má úr farþegasætum.

Í reglugerðinni eru settar fram þær kröfur sem gerðar eru til öryggisbúnaðar
barna en þær byggjast á reglum Sameinuðu þjóðanna nr. 44.03 með síðari
breytingum.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Sameinuðu þjóðanna í Genf: http://www.unece.org/trans/main/wp29/wp29wgs/wp29gen/wp29fdoc/
ECE-TRANS-WP29-343r15efr.pdf
, bls. 31.

Umsagnarfrestur um reglugerðardrögin er til mánudagsins 2. apríl næstkomandi og skal senda þær á tölvupóstfangið [email protected].

Reglugerðardögin má sjá hér.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta