Hoppa yfir valmynd
27. ágúst 2010 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Framkvæmdir hefjast við byggingu hjúkrunarheimilis í Borgarbyggð

Fyrsta skóflustungan tekinFyrsta skóflustungan var tekin að nýju hjúkrunarheimili í Borgarbyggð í gær. Framkvæmdir eru að hefjast og áformað að heimilið verði tekið í notkun sumarið 2012. Nýja hjúkrunarheimilið verður reist sem viðbygging við eldra húsnæði Dvalarheimilis aldraðra í Borgarnesi og er meginmarkmiðið að bæta húsakostinn og færa aðbúnað íbúanna til nútímalegs horfs. Hjúkrunarrýmum fjölgar því ekki, en þau eru 32.

Herdís Guðmundsdóttir, elsti íbúi Dvalarheimilis aldraðra í Borgarnesi, og Þórður Kristjánsson, sem var stjórnarmaður heimilisins í 20 ár, tóku fyrstu skóflustunguna með liðsinni Árna Páls Árnasonar, félags- og tryggingamálaráðherra. 

Heimamenn annast hönnun og byggingu húsnæðisins sem fjármögnuð verður með láni frá Íbúðalánasjóði. Samkvæmt samningi félags- og tryggingamálaráðuneytisins og Borgarbyggðar um verkefnið mun ráðuneytið greiða Borgarbyggð hlutdeild í húsaleigu vegna húsnæðisins sem ígildi stofnkostnaðar. Heimilið verður byggt samkvæmt viðmiðum félags- og tryggingamálaráðuneytisins um skipulag hjúkrunarheimila.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta