Hoppa yfir valmynd
25. júní 2021 Forsætisráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Staða í bólusetningum með besta móti á Íslandi

Bólusetningar gegn COVID-19 hófust hér á landi í lok desember sl. Bólusett var eftir forgangsröðun og gekk vel að bólusetja elstu aldurshópa, framlínuhópa og hópa með undirliggjandi sjúkdóma á fyrsta fjórðungi ársins. Á öðrum fjórðungi hefur gengið mjög vel að klára bólusetningu þessara hópa sem og bólusetningu yngra fólks.

Þann 24. júní höfðu 258.120 Íslendingar fengið að minnsta kosti fyrri bólusetningu. Þar af höfðu 174.732 fengið fulla bólusetningu.
Staðan hér á landi er nú með besta móti í alþjóðlegu samhengi ef litið er til fjölda sem fengið hefur að minnsta kosti einn skammt bóluefnis.

Sjá hreyfimynd sem sýnir fjölda per 360 þúsund íbúa sem hefur fengið a.m.k. fyrri skammt af bóluefni í nokkrum ríkjum:

 

Hér má sjá samanburð á þeirri stöðu meðal landa sem við berum okkur gjarnan saman við:

 Samanburður
Heimild: Ourworldindata og opinber gögn ríkjanna

Í alþjóðlegum samanburði er Ísland nú að nálgast að vera í forystu þegar kemur að hlutfalli sem hefur þegið bólusetningu við covid-19. Í ljósi mikils vilja til þátttöku og framúrskarandi skipulagi á framkvæmd bólusetningar verður að teljast sennilegt að Ísland sé nú þegar komið með betri samfélagslega vörn gegn covid-19 en flest samanburðarlönd eru líkleg til að ná.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta