Hoppa yfir valmynd
5. maí 2020 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Könnun á nýjum lausnum stofnana vegna heimsfaraldurs kórónuveiru

Undanfarið hafa fjölmargar opinberar stofnanir brugðist við heimsfaraldri kórónuveiru með ýmsum breytingum á starfsemi sinni sem miðað hafa að því að tryggja að hægt sé að sinna verkefnum stofnana og veita opinbera þjónustu. Sem dæmi um breytingar má nefna aukna stafræna þjónustu í gegnum Ísland.is og nýjar samskiptaleiðir við veitingu heilbrigðisþjónustu.

Við þessar aðstæður hafa orðið til nýjar lausnir sem stuðlað geta að umbótum sem verða varanlegar og geta nýst öðrum. Fjármála- og efnahagsráðuneytið hvetur stofnanir til þess að senda inn lýsingar á verkefnum sem þær hafa farið í til þess að bregðast við ástandi síðustu vikna. Verkefnin geta verið af ólíkum toga og bæði stór og smá. Þau geta t.d. tengst breytingum á veittri þjónustu, innri ferlum stofnana og fleiri þáttum.

Í framhaldinu er ætlunin að miðla áfram völdum verkefnum í samráði við viðkomandi stofnanir og verður það gert á nýsköpunarvef fjármála- og efnahagsráðuneytisins. 

Þá verður sérstök umfjöllun um nýsköpun vegna COVID-19 á Nýsköpunardegi hins opinbera sem stefnt er að halda í haust og auglýstur verður betur seinna. Eins má nýta góðar hugmyndir við innleiðingu betri vinnutíma hjá stofnunum ríkisins sem er fram undan.

Hvatt er til þess að starfsfólk og forstöðumenn stofnana sendi inn verkefni, en opið verður fyrir innsendingu verkefna út maímánuð. 

  • Senda inn verkefni til þátttöku

Stofnanir ríkisins eru um 160 talsins og sinna mjög fjölbreyttum verkefnum sem snerta alla aðila í samfélaginu. Nýlega var framkvæmd þjónustukönnun sem sýnir að almennt er mikil ánægja með þjónustu opinberra stofnana. Mikilvægt er að kanna viðhorf notenda til opinberrar þjónustu til að auðvelda umbætur og koma til móts við þarfir almennings.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta