Hoppa yfir valmynd
26. nóvember 2013 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Fundargerð stýrihóps um velferðarvakt frá 26. nóvember 2013

Mætt: Lára Björnsdóttir, formaður velferðarvaktarinnar, Hrefna K. Óskarsdóttir, tiln. af Þroskahjálp og ÖBÍ, Ragnheiður Bóasdóttir, tiln. af mennta- og menningarmálaráðuneyti, Stella K. Víðisdóttir, tiln. af Reykjavíkurborg, Jóna Guðný Eyjólfsdóttir, Velferðarsviði Reykjavíkurborgar, Guðrún Eyjólfsdóttir, tiln. af Samtökum atvinnulífsins, Elín Rósa Finnbogadóttir, varam. Alexöndru Þórlindsdóttur, tiln. af innanríkisráðuneyti, Salbjörg Bjarnadóttir varamaður Geirs Gunnlaugssonar landlæknis, Þórhildur Þorleifsdóttir, án tiln. skipuð af velferðarráðherra, Unnar Stefánsson, tiln. af Landssambandi eldri borgara, Svanborg Sigmarsdóttir, varam. Ástu S. Helgadóttur, Umboðsmanni skuldara og Ingiríður Hanna Þorkelsdóttir, velferðarráðuneyti, sem ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og fór yfir dagskrá fundarins.

Formaður vakti athygli á nýju samstarfsverkefni um starfsráðgjöf og atvinnuleit, Stígur, en um er að ræða samstarfsverkefni sem Vinnumálastofnun hefur ýtt úr vör með sveitarfélögum í landinu um þjónustu við atvinnuleitendur sem eru án bótaréttar í atvinnuleysis – tryggingakerfinu og njóta fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga.

Þá vakti formaður athygli á skýrslu með tillögum nefndar undir forystu Ingibjargar Broddadóttur um úrræði fyrir börn sem stríða við alvarlegar þroska- og geðraskanir.  Meginefni tillagnanna snýr að því að fella þjónustu við hlutaðeigandi börn undir þjónustukerfi fatlaðra.  Hér má lesa skýrsluna.

1.      Fundargerð 91. fundar.

Farið var yfir fundargerð 91. fundar og hún samþykkt án athugasemda.

2.      Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga.

Stella K. Víðisdóttir og Jóna Guðný Eyjólfsdóttir kynntu Þróun fjárhagsaðstoðar hjá Reykjavíkurborg – Úrræði og framtíð, en fram kom hjá þeim að gríðarleg aukning eftir fjárhagsaðstoð hefur orðið frá hruni, 1 milljarður árið 2008 og 2,7 milljarðar árið 2009.

Farið var yfir eftirfarandi:

a)      Fjölgun notenda fjárhagsaðstoðar til framfærslu 2003-2013.

b)      Atvinnuleysi í Reykjavík, eftir þjónustusvæðum. Mikið atvinnuleysi er í Breiðholti líkt og á Suðurnesjum.

c)      Fjárhagsaðstoð árið 2006-2012.

  • Hlutfall fjölskyldna sem fá fjárhagsaðstoð af heildarfjölda fjölskyldna (fjölskyldunúmera). Lýst skiptingu eftir hverfum/þjónustumiðstöðvum árin 2006-2012.

d)     Ekki hafa áður verið svo margir langtímanotendur.

  • Lýst fjölda notenda með fjárhagsaðstoð í Reykjavík eftir árum og fjölda mánaða sem aðstoð er veitt.

e)      Áhersla á ungt fólk 18-24 ára.

  • Farið yfir hlutfall 18-24 ára notenda af heildarfjölda notenda sem fengu fjárhagsaðstoð af einhverju tagi í Reykjavík árin 2000-2012 en hvorki kemur fram kynjaskipting né hvort börn eru á framfæri þeirra.

f)       Fjölgun nema sem fá námsaðstoð.

  • Framfærsla vegna náms. Fjöldi notenda árin 2007-2012.  Í þessu sambandi vakti Stella athygli á ársskýrslu Reykjavíkurborgar 2012.

g)      Úrræði

  • Árið 2010 hófst virkniverkefnið.

h)      Áhersla á störf og starfsþjálfun.

  • Árið 2012 opnaði Atvinnutorg og náðist 68% árangur.

i)        Rannsóknir / úttektir.

  • Mikilvægt er að meta árangur.

j)        Rannsókn á atvinnuleitendum 2012.

k)      Greining á stöðu sjúklinga 2012 – Ástæða óvinnufærni.

  • Framundan er:  Aðgerðaráætlun 2014.
  • Styrking virkniráðgjafar
  • Atvinnutorg – fyrir alla
  • Sjúklingar – einstaklingsmiðuð aðstoð
  • Sumarátak
  • Áskoranir og óvissa þjónustu
  • Til umhugsunar

Stellu og Jónu Guðnýju þakkað fyrir góða og fróðlega kynningu sem nánar má lesa um á eftirfarandi vefslóð:

Í umræðum kom m.a. fram að Reykjavík er stærsta sveitarfélagið og hefur því ákveðna sérstöðu samanborið við önnur sveitarfélög.  Einnig var vakin athygli á auknum þunga barna-verndarmála sem kom fram í kjölfar könnunar/heimsókna um landið.  Þá var bent á skýrslu um félagsþjónustu sveitarfélaga, 2011.

3.      Helstu tillögur til stjórnvalda í skýrslu velferðarvaktarinnar.

Formaður las upp drög að tillögum sem í kjölfar fundarins verða sendar vaktinni rafrænt til umhugsunar og breytinga. Nokkrar umræður urðu um tillögurnar á fundinum og ítrekaði formaður að engar tillögur færu frá velferðarvaktinni nema um þær næðist full samstaða allra í vaktinni.

Fundi slitið kl. 16:00.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta