Hoppa yfir valmynd
6. nóvember 2013 Innviðaráðuneytið

Teymi tvö: 1. fundur um uppbyggingu á virkum leigumarkaði

  • Nr. fundar: 1.
  • Málsnúmer: VEL13060104.
  • Staður og stund: Velferðarráðuneytið 6. nóvember 2013.
  • Mætt: Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (fundarstjóri, verkefnisstjórn um framtíðarskipan húsnæðismála), Steinunn (umhverfis- og auðlindaráðuneytið), Aldís (Samtök leigjenda á Íslandi), Elín (Vinstri græn og Reykjavíkurborg), Hildur Sif (Píratar), Heiðdís Helga (Byggingafélag námsmanna), Helga (Húseigendafélagið), Guðrún (Félagsstofnun stúdenta), Hildigunnur (Neytendasamtökin), Guðrún (Hagsmunasamtök heimilanna), Þorbjörn (ASÍ), Gísli (Búseti), Úlfar (ÍLS), Georg (BHM), Kristján (BSRB) ásamt Evu Margréti Kristinsdóttir (velferðarráðuneyti) sem ritaði fundargerð.

D A G S K R Á

1.         Kynning fundarstjóra á fyrirkomulagi vinnunnar.

Í upphafi fundar fór fundarstjóri yfir að gert er ráð fyrir að teymin fjögur skili stuttum og hnitmiðuðum skýrslum um næstu mánaðarmót. Jafnframt kom fram að unnt sé að byggja á þeirri vinnu sem þegar hefur verið unnin í tengslum við hlutverk teymisins.

2.         Kynning á fulltrúum í teyminu.

Fundarmenn kynntu sig stuttlega og greindu frá því fyrir hönd hvaða aðila þeir sitji í teyminu. Fundarstjóri lýsti yfir ánægju sinni hversu breiður og ólíkur hópur væri saman kominn og spennandi vinna væri framundan.

3.         Almennar umræður um leigumarkaðinn á Íslandi.

Fram kom að mikilvægt er að efla almennan leigumarkað, þannig að leiga sé almennur valkostur fyrir einstaklinga. Mikilvægt er að leigumarkaðurinn verði fjölbreyttari og nú vantar breiðara úrval af fasteignum. Leiga á að vera valkostur fyrir alla. Á Íslandi þarf að byggja upp virkan almennan leigumarkað. Fram kom að það hefur skapað vandkvæði fyrir ÍLS að reglugerð um lánsveitingar til leigufélaga er ekki tilbúin. Mikilvægt að reglugerðin verði tilbúin sem allra fyrst. Fram komu sjónarmið um að mikilvægt er að skoða og fara vel í gegnum félagaformið á leigufélögum hér á landi. Mikilvægt að líta til þess sem vel er gert í nágrannaþjóðum okkar. Fundarmenn voru sammála um að mikilvægasta verkefnið er að vanda uppbyggingu á virkum og góðum leigumarkaði með góðu og skilvirku lagaumhverfi. Fram komu sjónarmið um að mikilvægt er að jafna stuðning við fólk á leigumarkaði. Mikilvægt að það sé ákveðið jafnvægi milli leigusala og leigjanda. Fram kom að á íslenskan leigumarkað vantar meira af litlu leiguhúsnæði miðsvæðis í borginni og almennt vantar fjölbreyttari lausnir á íslenskan leigumarkað. Á fundinum komu fram sjónarmið er varða námsmenn sem leigjendur. Byggingafélag námsmanna og Félagsstofnun stúdenta gerðu grein fyrir sinni starfsemi. Fundarstjóri tekur saman fyrir næsta fund skjal þar sem fram koma meginmarkmið húsnæðisstefnu stjórnvalda er varða hlutverk teymisins.

4.         Næstu fundir.

Ákveðið var að næstu fundir skulu haldnir í velferðarráðuneytinu þ.e. þriðjudagurinn 19. nóvember kl. 13-15 og þriðjudagurinn 26. nóvember 14-16.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta