Teymi tvö: 5. fundur um uppbyggingu á virkum leigumarkaði
- Nr. fundar: 5
- Staður og stund: Velferðarráðuneytið 10. desember 2013.
- Mætt: Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (fundarstjóri, verkefnisstjórn um framtíðarskipan húsnæðismála), Elín (Vinstri græn), Helga (Húseigendafélagið), Þorbjörn (ASÍ), Gísli (Búseti), Úlfar (ÍLS), Halldór (Píratar), Gunnlaugur (Samband íslenskra sveitarfélaga), Líneik (Framsóknarflokkurinn), Guðlaug (Búseti á Norðurlandi), Þorsteinn Kári (Björt framtíð), Hildigunnur (Neytendasamtökin) ásamt Evu Margrét Kristinsdóttur sem ritaði fundargerð.
D A G S K R Á
1. Tillögur til verkefnisstjórnar.
Tillögur hópsins yfirfarnar og samþykktar.
2. Minnisblað frá Sambandinu um möguleika sveitarfélaganna um ívilnanir.
Ákveðið að senda verkefnisstjórninni einnig minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
3. Farið yfir minnisblað um byggingarkostnað eftir fund hjá Búseta 27. nóvember.
Farið yfir drög að minnisblaði um byggingarkostnað sem hópurinn tók saman eftir fund í Búseta 27. nóvember. Samþykkt að senda minnisblaðið til verkefnisstjórnar með tillögum teymisins.
4. Framhaldið.
Þann 16. desember verður fundur í velferðarráðuneytinu þar sem fulltrúar í samvinnuhópnum munu mæta og hópstjórar hvers teymis munu gera grein fyrir niðurstöðum sinna teyma.
5. Næsti fundur
Enginn fundur ákveðinn. Síðasti fundur teymis 2.