Hoppa yfir valmynd
12. desember 2013 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Aukinn hlutur kvenna í forystusætum er nauðsynlegur

Hanna Birna Kristjánsdóttir og Eygló Harðardóttir
Hanna Birna Kristjánsdóttir og Eygló Harðardóttir

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra og Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra stóðu gær fyrir fundi í samstarfi við nýskipaða framkvæmdanefnd um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna árið 2015.  Boðað var til fundarins til að ræða hvernig best mætti tryggja tryggja aukinn hlut kvenna í sveitarstjórnum eftir sveitarstjórnarkosningarnar vorið 2014. Til fundarins voru boðaðir formenn, varaformenn og framkvæmdastjórar stjórnmálaflokkanna,  forsvarsmenn kvennahreyfinga þeirra sem og  formenn þingflokka þeirra stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi.

Á fundinum var ábyrgð stjórnmálaflokkanna hvað varðar hlut kvenna í forystusætum flokkanna til umræðu.  Meðal annars var rætt  um kynjakvóta sem aðferð við uppröðun framboðslista, um hvatningu til kvenna að gefa kost á sér til stjórnmálastarfa og um þverpólitískt samstarf til að efla árangur á þessu sviði. Eygló Harðardóttir, ráðherra Sigrún Magnúsdóttir, Hrólfur Ölvisson og Sigurður Ingi Jóhannssonjafnréttismála mun í framhaldinu beita sér fyrir tveimur verkefnum. Annars vegar mun hún kalla saman forystusveit kvennahreyfinga stjórnmálaflokkanna til fundar um aukið þverpólitískt samstarf á þessu sviði og hinsvegar boða þingkonur allra flokka sem eiga fulltrúa á Alþingi  til ráðgerða um þverpólitískt samstarf þeirra á milli við að auka hlut kvenna í stjórnmálastarfi almennt.

Eygló segir fundinn hafa verið góðan og málefnalegan; „og ég lít á hann sem mikilvægt innlegg í nauðsynlega  umræðu  um aukinn hlut kvenna í forystusætum nú þegar stjórnmálaflokkarnir eru að undirbúa næstu sveitarstjórnarkosningar sem verða í lok  maí 2014. Ábyrgðin liggur hjá stjórnmálaflokkunum en ekki hjá kjósendum þegar kemur að því að tryggja sem mest jafnræði kvenna og karla í efstu sætum framboðslistanna. Ég treysti á að flokkarnir sýni þá ábyrgð þannig að hlutur kynjanna verði sem jafnastur í sveitarstjórnunum sem taka við á næsta kjörtímabili.“

Lýst var áhyggjum af því að konum fækki hlutfallslega eftir því sem ofar dregur á framboðslistum stjórnmálaflokkanna þrátt fyrir að þær hafi verið um helmingur frambjóðenda frá því á níunda áratug síðustu aldar. Í síðustu sveitarstjórnarkosningunum voru boðnir fram 185 listar á landinu öllu. Karlar leiddu 75% þeirra en konur einungis 25%. Eygló Harðardóttir segir það einnig áhyggjuefni að samkvæmt tölulegum upplýsingum staldra konur skemur við sem kjörnir fulltrúar á vettvangi sveitarstjórna: „Því þarf að huga betur að aðstæðum í starfsumhverfi kjörinna fulltrúa þannig að þær endurspegli betur þarfir og væntingar beggja kynja.“

Sest að fundarborði


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta