Hoppa yfir valmynd
14. febrúar 2023 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari í vinnudeilu Eflingar og SA

Ástráður Haraldsson. - myndMynd: Ríkissáttasemjari.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hefur sett Ástráð Haraldsson, héraðsdómara, sem ríkissáttasemjara í yfirstandandi vinnudeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Stjórn dómstólasýslunnar hefur samþykkt að veita Ástráði leyfi frá dómarastörfum og hefst leyfið nú þegar.

Með erindi til félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins, dags. 13. febrúar 2023, óskaði Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, eftir því að víkja í yfirstandandi kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins og hefur félags- og vinnumarkaðsráðherra ákveðið að verða við þeirri beiðni.

Aðalsteinn Leifsson gegnir eftir sem áður embætti ríkissáttasemjara. Störf Ástráðs Haraldssonar munu einvörðungu snúa að ofangreindri vinnudeilu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta