Hoppa yfir valmynd
17. mars 2008 Heilbrigðisráðuneytið

Tæknifrjóvgunaraðgerðir

Ráðherra skipaði í október nefnd til að endurskoða reglugerð um tæknifrjóvganir og þegar ráðherra svaraði fyrirspurn um tæknifrjóvganir frá Kolbrúnu Halldórsdóttur, VG, upplýsti hann að nefndin væri að leggja lokahönd á álit sitt og að hann gerði ráð fyrir að hún skilaði af sér um eða eftir páska. Kolbún Halldórsdóttir spurði um heimild einhleypra kvenna til að gangast undir tæknifrjóvgun og ráðherra svaraði: “Varðandi seinni spurninguna þá er heimild einhleypra kvenna til að gangast undir tæknifrjóvgunarmeðferð hér á landi meðal þeirra atriða sem nefndin hefur til skoðunar og mun gera tillögur um. Virðulegi forseti. Alla jafna upplýsa menn ekki um niðurstöðu nefnda. Háttvirtur þingmaður þekkir viðhorf mín í þessu máli og þau hafa ekkert breyst, en í fullum trúnaði geti ég sagt háttvirtum þingmanni að við getum verið nokkuð bjartsýn um að niðurstaða nefndarinnar verði í samræmi við skoðun ráðherrans og háttvirts þingmanns. Ég vona að þessi svör mín varpi einhverju ljósi á stöðu þessa máls.”

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta