Hoppa yfir valmynd
27. mars 2008 Heilbrigðisráðuneytið

Samið um upplýsingasöfnun í gagnabanka um mænuskaða

Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, og Auður Guðjónsdóttir, stjórnarformaður Mænuskaðastofnunar Íslands, undirrituðu í dag samning um söfnun og úrvinnslu upplýsinga um meðferð við mænuskaða.

Gagnabankinn um mænuskaða var formlega tekinn í notkun á árinu 2005 og er ætlað að vera alþjóðleg upplýsingabrú um nýjungar í meðferð við mænuskaða og hefur hann vaxið umtalsvert frá því hann tók til starfa. Dr. Laurance Johnston er yfirmaður gagnabankans og sér um að sannreyna allar upplýsingar bankans áður en þær verða hluti af honum.

Læknar, vísindamenn og lamaðir frá 169 löndum hafa aflað sér upplýsinga úr gagnabanka um mænuskaða frá því hann var tekinn í notkun 2005. Upplýsingarnar í gagnabankanum eru á ensku, spænsku, arabísku og kínversku. Hafnar eru þýðingar á rússnesku en þýðendur efnis eru allir læknar eða vísindamenn. Þeir eru fimm og koma frá Kúbu, Mexíkó, Ísrael, Kína og Rússlandi.

Gagnabanki um mænuskaða er í samstarfi við Samtök lamaðra bandaríska hermanna (Paralized Veterans of America, PVA). Þau samtökin vinna nú að því að gefa innihald bankans út á bók.

Heilbrigðisráðuneytið greiðir rekstrarkostnað gagnabankans, en ráðuneytið og Minningasjóður Margrétar Björgólfsdóttur hafa í sameiningu greitt kostnað við þýðingar á upplýsingunum.

Samningurinn sem undirritaður var í dag er til eins árs. Í árslok 2008 skal skila skýrslu um rekstur gagnabankans og önnur atriði sem snúa að þróun verkefnisins.

Skrifað undir

 

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta