Framkvæmdastjóri vísindasiðanefndar
Vísindasiðanefnd hefur ráðið Dr. Eirík Baldursson, í starf framkvæmdastjóra nefndarinnar og hefur hann tekið til starfa.
Eiríkur tekur hann við starfinu af Ólöfu Ýrr Atladóttur sem lét af starfi framkvæmdastjóra fyrir stuttu. Eiríkur lauk fil kand prófi frá Gautaborgarháskóla.árið 1979 með áherslu á vísindafræði (vetenskapsteori) en félagsfræði og hagfræði sem aukagreinar. Hann lauk doktorsprófi frá sama skóla árið 1995. Að námi loknu starfaði hann hjá Rannsóknaráði ríkisins og Vísindaráði til 1994 sem sérfræðingur í framkvæmd og mótun vísindastefnu. Frá 1997-2001 gegndi hann stöðu vísindafulltrúa hjá Fastanefnd Íslands hjá Evrópusambandinu í Brussel. Eiríkur starfaði í menntamálaráðuneytinu frá 1994 á skrifstofu vísindamála ráðuneytisins. Hann hefur frá 2004 verið ritari Vísinda- og tækniráðs, sem er undir formennsku forsætisráðherra.
Hjá Vísindasiðanefnd starfa 3 starfsmenn. Starfsemi nefndarinnar hefur farið vaxandi undanfarin ár og samkvæmt nýrri reglugerð um starfsemi hennar er ljóst að umfang starfseminnar mun aukast á næstu árum. Frekari upplýsingar um starfsemi nefndarinnar er að finna á vef nefndarinnar: www.vsn.is.