Mannanafnanefnd, úrskurðir 19. desember 2002
Þann 19. desember 2002, var fundur haldinn í mannanafnanefnd. Fundinn sátu Andri Árnason, formaður, Guðrún Kvaran og Margrét Jónsdóttir.
Eftirtalin mál voru tekin til afgreiðslu:
Mál nr. 80/2002
Eiginnafn: Þórsteina (kvk.)
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Eiginnafnið Þórsteina tekur eignarfallsendingu (Þórsteina) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn. Eiginnafnið Þórsteina telst vera ritmynd eiginnafnsins Þorsteina og skal fært á mannanafnaskrá sem slíkt.
Úrskurðarorð:
Beiðni um eiginnafnið Þórsteina er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá sem ritmynd eiginnafnsins Þorsteina.
Mál nr. 81/2002
Eiginnafn: Hrafnbergur (kk.)
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Eiginnafnið Hrafnbergur tekur eignarfallsendingu (Hrafnbergs) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.
Úrskurðarorð:
Beiðni um eiginnafnið Hrafnbergur er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.
Mál nr. 82/2002
Eiginnafn: Sæsól (kvk.)
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Eiginnafnið Sæsól tekur eignarfallsendingu (Sæsólar) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.
Úrskurðarorð:
Beiðni um eiginnafnið Sæsól er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.
Mál nr. 83/2002
Eiginnafn: Kasper (kk.)
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Eiginnafnið Carolina telst ekki ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls og ekki telst vera hefð fyrir rithættti þessum. Telst Carolina því ekki fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.
Úrskurðarorð:
Beiðni um Carolina er hafnað.
Mál nr. 86/2002
Eiginnafn: Karína (kvk.)
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Eiginnafnið Karína tekur eignarfallsendingu (Karínar) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.
Úrskurðarorð:
Beiðni um eiginnafnið Karína er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.
Mál nr. 87/2002
Kenninafn: Fróðadóttir xxxx
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Með bréfi Hagstofu Íslands, þjóðskrár, dags. 21. nóv. 2002 var óskað úrskurðar mannanafnanefndar um beiðni xxx og xxx um aðlögun kenninafns dóttur þeirra að erlendu eiginnafni föður og að kenninafn verði Fróðadóttir auk ættarnafnsins xxxxx
Með vísan til heimildar í 4. mgr. 8. gr. laga nr. 45/1996, um aðlögun kenninafna sem dregin eru af erlendum eiginnöfnum, er fallist á ofangreinda beiðni.
Úrskurðarorð:
Ofangreind beiðni um aðlögun kenninafns að erlendu eiginnafni föður, Fróðadóttir , er tekin til greina.
Mál nr. 88/2002
Millinafn: Hrafnan
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Millinafnið Hrafnan telst fullnægja 2. mgr. 6. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn og verður tekið á mannanafnaskrá sem millinafn.
Úrskurðarorð:
Beiðni um millinafnið Hrafnan er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.
Mál nr. 89/2002
Eiginnafn: Donna (kvk.)
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Eiginnafnið Donna tekur eignarfallsendingu (Donnu) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.
Úrskurðarorð:
Beiðni um eiginnafnið Donna er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.
Mál nr. 90/2002
Millinafn: Abel
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Abel er þegar á mannanafnaskrá sem eiginnafn karla og því er ekki hægt taka það á skrá yfir millinöfn sbr. 2. mgr. 6. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.
Úrskurðarorð:
Beiðni um millinafnið Abel er hafnað.
Mál nr. 91/2002
Eiginnafn: Fídes (kvk.)
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Eiginnafnið Fídes tekur eignarfallsendingu (Fídesar) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.
Úrskurðarorð:
Beiðni um eiginnafnið Fídes er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.
Mál nr. 92/2002
Eiginnafn: Abela (kvk.)
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Eiginnafnið Abela tekur eignarfallsendingu (Abelar) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.
Úrskurðarorð:
Beiðni um eiginnafnið Abela er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.
Mál nr. 93/2002
Eiginnafn: Baltazar (kk.)
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Baltazar telst ekki ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls og þá telst nafnið ekki hafa unnið sér hefð í íslensku.
Úrskurðarorð:
Beiðni um eiginnafnið Baltazar er hafnað.
Mál nr. 94/2002
Beiðni um breytingu á rithætti eiginnafns: Baldwin verði Baldvin
Með vísan til 22. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn er heimilað að breyta rithætti nafnsins Baldwin í Baldvin.
Úrskurðarorð:
Heimiluð er breyting á rithætti nafnsins Baldwin í Baldvin.
Beiðni um endurupptöku máls nr. 79/2002
Með bréfi dómsmálaráðuneytisins dags. 19. desember 2002 var þess farið á leit við nefndina, að tekin yrði á ný afstaða til beiðni um millinafnið Ósland, en beiðni þar að lútandi var hafnað á fundi nefndarinnar 14. nóvember 2002.
Fram hafa verið lagðar nýjar upplýsingar um nafnið Ósland. Málið er endurupptekið.
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Skv. framkomnum upplýsingum um nafnið Ósland telst ákvæði 7. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn ekki því til fyrirstöðu að það verði tekið á mannanafnaskrá sem millinafn. Telst nafnið fullnægja ákvæði 2. mgr. 6. gr. laga nr. 45/1996 og skal nafnið Ósland því fært á mannanafnaskrá sem millinafn.
Úrskurðarorð:
Beiðni um millinafnið Ósland er tekin til greina og verður það fært á mannanafnaskrá.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið.
Andri Árnason
Guðrún Kvaran
Margrét Jónsdóttir