Ríkisreikningur fyrir árið 2008
Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins 13. ágúst 2009 - þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.
Ríkisreikningur fyrir árið 2008 var birtur þann 31. júlí sl.
Halli á rekstri ríkissjóðs var 216 ma.kr. sem jafngildir 46% af tekjum hans og 14,7% af VLF, samanborið við 6,8% af VLF afgang árið 2007. Greiðsluþrot viðskiptabankanna þriggja í október hafði mikinn útgjaldaauka í för með sér fyrir ríkissjóð en einnig drógust tekjur saman milli ára. Í árslok 2008 var eigið fé ríkissjóðs neikvætt um 342 ma.kr. en hafði verið jákvætt um tæpa 10 ma.kr. í árslok 2007.
Tekjur ríkissjóðs voru 472 ma.kr. og drógust saman um 2,9% að nafnvirði og 13,6% að raunvirði, eða úr 37,4% í 32,2% af VLF. Allir helstu skattar ríkissjóðs drógust saman að raunvirði; tekjuskattar, fjármagnstekjuskattar og tryggingagjöld þó minnst en eignarskattar og óbeinir skattar meira. Virðisaukaskattur var stærsta tekjulind ríkissjóðs að vanda með um 28% af heildartekjunum. Vaxtatekjur jukust um 17 ma.kr. en arðtekjur og aðrar eignatekjur drógust verulega saman. Óreglulegir liðir eins og eignasala og söluhagnaður skiluðu ríkissjóði litlum tekjum á árinu.
Liðir
|
2007, ma.kr.
|
2008, ma.kr.
|
Breyting
milli ára ma.kr |
Breyting
milli ára nafn, % |
Breyting
milli ára raun, % |
---|---|---|---|---|---|
Tekjur |
486
|
472
|
-14
|
-2,9
|
-13,6
|
Skatttekjur |
409
|
414
|
5
|
1,3
|
-9,9
|
Eignatekjur |
31
|
43
|
13
|
40,9
|
25,4
|
Aðrar tekjur |
47
|
15
|
-32
|
-68,9
|
-72,3
|
Gjöld |
398
|
688
|
290
|
73,0
|
53,9
|
Rekstrargjöld |
211
|
268
|
58
|
27,3
|
13,3
|
Tilfærslur |
156
|
187
|
31
|
19,7
|
6,5
|
Viðhald og stofnkostnaður |
25
|
34
|
9
|
36,4
|
21,3
|
Fjármagnstilfærslur |
6
|
199
|
193
|
.
|
.
|
Tekjur umfram gjöld |
89
|
-216
|
-305
|
.
|
.
|
Lánsfjárjöfnuður |
-14
|
-398
|
-384
|
.
|
.
|
Eigið fé í árslok |
10
|
-342
|
-351
|
.
|
.
|
Gjöld ríkissjóðs voru 688 ma.kr. árið 2008, sem er 290 ma.kr. meira en árið 2007 (sjá sundurliðun í töflu). Þannig hækkuðu gjöldin í 47,0% af VLF úr 30,5% af VLF árið 2007. Að nafnvirði jukust gjöldin í heild um 73% en 53,9% að raunvirði.
Í desember 2008 yfirtók ríkissjóður veðlán fjármálafyrirtækja af Seðlabanka Íslands og afskrifaði í kjölfarið umtalsverðan hluta þeirra eða 175 ma.kr. Þá nam afskrift tryggingabréfa aðalmiðlara sem gefin höfðu verið út af viðskiptabönkunum þremur 17 ma.kr. Lífeyrisskuldbinding ríkissjóðs jókst töluvert á árinu 2008 sem má að stórum hluta rekja til áhrifa falls bankanna á fjárhag lífeyrissjóðanna. Samanlögð gjaldaáhrif af þessum þremur þáttum námu 234 ma.kr. á árinu 2008, en án þeirra nam vöxtur ríkisútgjaldanna aðeins 1,7% umfram almennt verðlag.
Hrein lánsfjárþörf ríkissjóðs nam 398 ma.kr. á árinu eða 27% af VLF. Heildarlántökur ríkissjóðs námu 686 ma.kr. og var 572 ma.kr. aflað innanlands og 114 ma.kr. erlendis. Afborganir lána voru alls 232 ma.kr. Í heild voru því nýjar lántökur 454 ma.kr. umfram afborganir og af því var 450 ma.kr. aflað á innlendum markaði og 5 ma.kr. erlendis.