Hoppa yfir valmynd
8. febrúar 2019

Réttindi Íslendinga tryggð eftir Brexit

Sendiráðið hefur tekið saman nánari upplýsingar fyrir íslenska ríkisborgara og réttindi þeirra til búsetu og dvalar í Bretlandi eftir Brexit. Kemur það í kjölfar samningaviðræðna á milli á milli EFTA-ríkjanna innan EES, Íslands, Noregs og Liechtenstein, við Bretland um áframhaldandi búseturéttindi borgara ef útgöngusamningur Bretlands og Evrópusambandsins verður ekki samþykktur.

Allt sem þú þarft að vita um réttindi þín í Bretlandi eftir Brexit

Undir lok nýliðins árs lauk samningaviðræðum EFTA-ríkjanna innan EES við Bretland vegna útgönguskilmála Bretlands úr ESB og Evrópska efnahagssvæðinu. Sá samningur verður eingöngu undirritaður ef útgöngusamningurinn milli Bretlands og ESB verður samþykktur og tekur gildi.

Nú hafa því verið tryggð áframhaldandi búseturéttindi óháð niðurstöðu viðræðna milli Bretlands og ESB.

Frétt á vef utanríkisráðuneytisins um samninginn

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta