Hoppa yfir valmynd
24. apríl 2023 Utanríkisráðuneytið

Kafbátaleitaræfingin Dynamic Mongoose 2023 hafin

Frá minningarathöfn sem haldin var í Hvalfirði sem fram fór í tengslum við Dynamic Mongoose 2017.  - myndHilmar Snorrason

Kafbátaeftirlitsæfingin Dynamic Mongoose 2023 fer fram dagana 24. apríl til 5. maí á hafsvæðinu milli Íslands og Noregs. Æfingin er á vegum Atlantshafsbandalagsins en Ísland er að þessu sinni gestgjafaríki hennar.

Markmið æfingarinnar er að auka getu þátttökuríkjanna til að vinna saman að kafbátaeftirliti við flóknar og krefjandi aðstæður og æfa sameiginleg viðbrögð við aðsteðjandi ógnum. Fimmtán skip frá tíu bandalagsríkjum taka þátt í æfingunni og nokkrir kafbátar. Auk þess leggja sjö bandalagsríki eftirlitsflugvélar sínar til æfingarinnar. Í lok æfingarinnar hefur hluti flotans viðkomu í Reykjavík.

Æfingar af þessu tagi hafa verið haldnar árlega frá 2012 við Noreg nema árin 2017 og 2020 þegar Ísland var gestgjafaríkið eins og nú. Íslensk stjórnvöld leggja til aðstöðu á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, varnarmálasvið Landhelgisgæslunnar leiðir þátttöku Íslands og mun Landhelgisgæslan einnig taka þátt með varðskipinu Freyju.

Auk Íslands taka ellefu bandalagsríki þátt í æfingunni: Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Holland Kanada, Noregur, Pólland, Portúgal, Spánn, Þýskaland og Danmörk (með Færeyjum).

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta