Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-nóvember 2008
Greiðsluuppgjör ríkissjóðs eftir fyrstu ellefu mánuði ársins 2008 liggur nú fyrir. Samkvæmt uppgjörinu nam handbært fé frá rekstri 7,3 ma.kr. innan ársins, sem er 46,2 ma.kr. verri útkoma heldur en á sama tíma í fyrra. Hreinn lánsfjárjöfnuður er neikvæður um 30 ma.kr., sem er 18,5 ma.kr. lakari útkoma en í fyrra.
Sjóðstreymi ríkissjóðs janúar–nóvember 2004-2008
Liðir
|
2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 |
---|---|---|---|---|---|
Innheimtar tekjur |
247.748
|
360.791
|
338.507
|
389.404
|
392.733
|
Greidd gjöld |
256.960
|
279.860
|
284.909
|
328.012
|
392.519
|
Tekjujöfnuður |
-9.213
|
80.931
|
53.598
|
61.391
|
214
|
Söluhagn. af hlutabr. og eignahl. |
0
|
-58.088
|
-384
|
-33
|
-40
|
Breyting viðskiptahreyfinga |
1.036
|
-1.382
|
-1.182
|
-7.809
|
7.128
|
Handbært fé frá rekstri |
-8.177
|
21.461
|
52.031
|
53.550
|
7.302
|
Fjármunahreyfingar |
17.734
|
48.960
|
-2.138
|
-67.660
|
-37.286
|
Hreinn lánsfjárjöfnuður |
9.557
|
70.420
|
49.893
|
-11.484
|
-29.984
|
Afborganir lána |
-32.321
|
-61.597
|
-44.583
|
-33.828
|
-45.490
|
Innanlands |
-7.138
|
-14.089
|
-21.710
|
-22.496
|
-30.019
|
Erlendis |
-25.183
|
-47.508
|
-22.873
|
-11.332
|
-15.471
|
Greiðslur til LSR og LH |
-6.875
|
-5.132
|
-3.650
|
-3.650
|
-3.650
|
Lánsfjárjöfnuður, brúttó |
-29.639
|
3.691
|
1.660
|
-48.961
|
-79.124
|
Lántökur |
27.567
|
7.734
|
21.587
|
63.392
|
145.286
|
Innanlands |
11.440
|
7.734
|
21.345
|
63.207
|
101.712
|
Erlendis |
16.127
|
-
|
242
|
185
|
43.574
|
Breyting á handbæru fé |
-2.072
|
11.425
|
23.248
|
14.430
|
66.162
|
Innheimtar tekjur ríkissjóðs námu 393 ma.kr. fyrstu ellefu mánuði ársins sem er aukning um rúma 3 ma.kr. frá sama tíma í fyrra, eða 0,9% aukning að nafnvirði. Tekjuáætlun ársins gerði ráð fyrir að innheimtar tekjur væru 398 ma.kr. og eru þær því um 5 ma.kr. undir áætlun. Skatttekjur og tryggingagjöld námu 354 ma.kr. sem er litlu hærri upphæð en árið 2007. Á sama tíma hefur almennt verðlag hækkað um 11,5% (VNV án húsnæðis) og skatttekjur og tryggingagjöld hafa því dregist saman um 10,2% að raunvirði. Aðrar rekstrartekjur jukust um 26,8% og þar af er mest hækkun á vaxtatekjum af bankainnstæðum.
Skattar á tekjur og hagnað námu um 134 ma.kr. sem er 7,6% aukning að nafnvirði frá sama tíma árið áður. Þar af nam tekjuskattur einstaklinga um 80 ma.kr. sem er 4,7% aukning að nafnvirði. Tekjuskattur lögaðila nam 23 ma.kr. og dróst saman um 9,3% frá sama tíma árið áður. Skattur af fjármagnstekjum nam tæplega 32 ma.kr. og jókst um 35% á milli ára. Innheimta eignarskatta var um 7 ma.kr. sem er samdráttur upp á um 3 ma.kr. eða 31,9% á milli ára sem er að mestu tilkominn vegna samdráttar í stimpilgjöldum.
Frá ársbyrjun hafa veltuskattar skilað ríkissjóði 167 ma.kr. sem er samdráttur upp á 4,8% að nafnvirði frá fyrstu ellefu mánuðum fyrra árs, og 14,6% raunsamdráttur (m.v. hækkun VNV án húsnæðis). Innheimta veltuskatta í nóvembermánuði skilaði ríkissjóði tæpum 11 ma.kr. sem er um 5 ma.kr. lækkun frá sama mánuði í fyrra. Samdráttur að raunvirði milli ára, miðað við 6 mánaða hlaupandi meðaltal, hefur aukist mjög hratt á síðustu mánuðum og er hann nú 24,2% sem er mesta raunlækkun um árabil eins og sést á myndinni hér að neðan. Virðisaukaskattur skilaði ríkissjóði 118 ma.kr. á tímabilinu sem er 4,4% samdráttur að nafnvirði frá fyrstu ellefu mánuðum ársins 2007 og 14,3% raunsamdráttur. Þá dróst virðisaukaskattur í nóvembermánuði einum saman um þriðjung að nafnvirði en hann kemur af innflutningi fyrir mánuðina september og október. Þess ber þó að gæta að þessi samdráttur skýrist til fulls af áhrifum sérstakrar greiðslufrestunar sem heimiluð var í nóvember. 3,7 ma.kr. af virðisaukaskatti var frestað og koma þess í stað til innheimtu í desember og janúar, en hefði þessi fjárhæð verið innheimt í nóvember hefði virðisaukaskattur verið hinn sami að nafnvirði og í nóvember 2007 eða liðlega 11 milljarðar. Af öðrum helstu liðum veltutengdra skatta er mestur samdráttur í vörugjöldum af ökutækjum eða 26,1% samdráttur í janúar-nóvember og 86% samdráttur í nóvembermánuði einum. Tekjur af tollum og aðflutningsgjöldum námu rúmum 5 ma.kr. sem er aukning um 4,4% og tekjur af tryggingagjöldum 38 ma.kr. sem er aukning um 5,5% á milli ára.
Greidd gjöld nema 392,5 ma.kr. og hækka um 64,5 ma.kr. frá fyrra ári eða um tæp 20%. Mest aukning er vegna almannatrygginga- og velferðarmála 20,1 ma.kr. eða 25,6%. Þar munar mest að lífeyristryggingar hækka um 10,8 ma.kr. á milli ára, fæðingarorlofsgreiðslur um 1,5 ma.kr. og vaxtabætur um 1,4 ma.kr. Almenn opinber þjónusta hækkar um 9,1 ma.kr. eða um 22%. Þar af hækka vaxtagjöld um tæpa 2 ma.kr. Aukning útgjalda til efnahags- og atvinnumála nam 13,2 ma.kr. milli ára eða 28,2%. Útgjöld til heilbrigðismála jukust um 12,2 ma.kr. (14,2%) milli ára, og til menntamála um 4,1 ma.kr. (11,7%).
Hreinn lánsfjárjöfnuður ríkissjóðs var neikvæður um 30,0 ma.kr. á fyrstu ellefu mánuðum ársins. Afborganir lána námu 45,5 ma.kr., þar af voru 30 ma.kr. til niðurgreiðslu innlendra skulda. Greiðslur til LSR og LH námu 3.650 m.kr. Lántökur námu 145,3 ma.kr. þar sem 101,7 ma.kr. voru teknir að láni innanlands. Lántökur eru umfram lánsfjárþörf en ákvörðun var tekin á vormánuðum um að auka útgáfur á stuttum ríkisbréfum í því skyni að auka virkni á skuldabréfa- og gjaldeyrismarkaði. Jafnframt var í september tekið 300 milljóna EUR lán til styrkingar gjaldeyrisvaraforða sem veitt var áfram til Seðlabanka Íslands.
Tekjur ríkissjóðs janúar-nóvember 2006-2008
í milljónum króna
|
Breyting frá fyrra ári, %
|
|||||
---|---|---|---|---|---|---|
Liðir
|
2006
|
2007
|
2008
|
2006
|
2007
|
2008
|
Skatttekjur og tryggingagjöld |
315.415
|
353.502
|
354.181
|
12,9
|
12,1
|
0,2
|
Skattar á tekjur og hagnað |
107.233
|
124.371
|
133.806
|
20,1
|
16,0
|
7,6
|
Tekjuskattur einstaklinga |
69.602
|
76.003
|
79.592
|
13,0
|
9,2
|
4,7
|
Tekjuskattur lögaðila |
22.730
|
25.016
|
22.699
|
89,8
|
10,1
|
-9,3
|
Skattur á fjármagnstekjur |
14.900
|
23.352
|
31.516
|
-5,3
|
56,7
|
35,0
|
Eignarskattar |
8.256
|
10.525
|
7.164
|
-42,6
|
27,5
|
-31,9
|
Skattar á vöru og þjónustu |
160.341
|
174.962
|
166.617
|
12,9
|
9,1
|
-4,8
|
Virðisaukaskattur |
111.166
|
123.046
|
117.634
|
14,9
|
10,7
|
-4,4
|
Vörugjöld af ökutækjum |
9.523
|
9.833
|
7.265
|
1,5
|
3,3
|
-26,1
|
Vörugjöld af bensíni |
8.486
|
8.576
|
8.157
|
2,7
|
1,1
|
-4,9
|
Skattar á olíu |
6.070
|
6.723
|
6.774
|
52,0
|
10,8
|
0,8
|
Áfengisgjald og tóbaksgjald |
10.245
|
10.745
|
10.892
|
4,7
|
4,9
|
1,4
|
Aðrir skattar á vöru og þjónustu |
14.852
|
16.040
|
15.894
|
7,4
|
8,0
|
-0,9
|
Tollar og aðflutningsgjöld |
4.131
|
5.233
|
5.462
|
34,4
|
26,7
|
4,4
|
Aðrir skattar |
1.643
|
2.763
|
3.518
|
10,3
|
68,2
|
27,3
|
Tryggingagjöld |
33.811
|
35.649
|
37.614
|
16,1
|
5,4
|
5,5
|
Fjárframlög |
1.347
|
1.008
|
348
|
277,1
|
-25,1
|
-65,5
|
Aðrar tekjur |
20.793
|
27.936
|
35.416
|
-9,4
|
34,4
|
26,8
|
Sala eigna |
952
|
6.957
|
2.787
|
.
|
.
|
.
|
Tekjur alls |
338.507
|
389.404
|
392.733
|
-6,2
|
15,0
|
0,9
|
Gjöld ríkissjóðs janúar–nóvember 2006-2008
í milljónum króna
|
Breyting frá fyrra ári, %
|
||||
---|---|---|---|---|---|
Liður
|
2006
|
2007
|
2008
|
2007
|
2008
|
Almenn opinber þjónusta |
34.235
|
41.349
|
50.443
|
20,8
|
22,0
|
Þar af vaxtagreiðslur |
9.018
|
12.300
|
14.137
|
36,4
|
14,9
|
Varnarmál |
549
|
842
|
991
|
53,4
|
17,7
|
Löggæsla, réttargæsla og öryggismál |
12.478
|
14.473
|
17.733
|
16,0
|
22,5
|
Efnahags- og atvinnumál |
39.568
|
46.869
|
60.094
|
18,5
|
28,2
|
Umhverfisvernd |
3.038
|
3.550
|
4.025
|
16,9
|
13,4
|
Húsnæðis- skipulags- og veitumál |
364
|
401
|
488
|
10,3
|
21,7
|
Heilbrigðismál |
76.800
|
85.439
|
97.600
|
11,2
|
14,2
|
Menningar-, íþrótta- og trúmál |
12.574
|
14.171
|
15.359
|
12,7
|
8,4
|
Menntamál |
31.267
|
34.930
|
39.014
|
11,7
|
11,7
|
Almannatryggingar og velferðarmál |
66.351
|
78.178
|
98.229
|
17,8
|
25,6
|
Óregluleg útgjöld |
6.102
|
7.809
|
8.544
|
28,0
|
9,4
|
Gjöld alls |
283.325
|
328.012
|
392.519
|
15,8
|
19,7
|