Hoppa yfir valmynd
28. mars 2018

To Make Art Happen

The Art Society kynnir alþjóðlegu listsýninguna „To Make Art Happen“, sem haldin verður í London dagana 6.-15. apríl. 11 listamenn frá fjórum löndum taka þátt en þeir eru: Darri Lorenzen, Sara Björnsdóttir, Þóroddur Bjarnason, Snorri Ásmundsson, Libia Castro & Ólafur Ólafsson, David Cotterrell, Sæmundur Þór Helgason, Frederique Pisuisse, Kevin Atherton og Hatty Lee.

Dagskrá:

Á opnuninni föstudaginn 6. apríl munu Þóroddur Bjarnason, Kevin Atherton og Snorri Ásmundsson fremja gjörnina.

Listamannaspjall sunnudaginn 8. apríl kl. 14:00 með Þóroddi Bjarnasyni, Snorra Ásmundssyni og Kevin Atherton.

Mánudaginn 9. apríl kl. 18:30 verða samræður milli listakonunnar Libia Castro og rithöfundarins Nina Power. Þær munu ræða verið „Landið þitt er ekki til?“. Húsið opnar kl. 17:30 og verða veitingar í boði.

Sunnudaginn 15. apríl ræða saman David Cotterrell og Sara Björnsdóttir. Eftir spjallið er „finissage“ og veitingar í boði.

Staðsetning:
Safe House 1
139 Copeland Road
London SE15 3SN

Frá 6. - 15. apríl 2018
Opnun haldin 6. apríl kl. 18:00- 21:00
Sýningin er opin fimmtudaga - sunnudaga frá kl. 13:00-18:00

Nánari upplýsingar má finna hér.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta