Öflug starfsemi Sjúkraflutningaskólans
Um fimm hundruð manns sóttu 31 námskeið sem haldin voru á vegum Sjúkraflutningaskólans á árinu 2003. Þetta voru m.a. grunnnámskeið fyrir sjúkraflutningamenn, neyðarflutninganámskeið, og endurmenntunarnámskeið fyrir sjúkraflutningamenn. Flest námskeiðin voru fyrir þá, en auk þeirra hafa hjúkrunarfræðingar, læknar og björgunarsveitamenn sótt námskeið skólans. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri (FSA) hefur séð um rekstur skólans frá því gerður var samningur milli heilbrigðismálaráðuneytisins og FSA í nóvember 2002. Í samningnum fólst að FSA tók að sér að sjá um skipulag og umsjón náms fyrir sjúkraflutningamennina. Fjögurra manna stjórn er í skólanum og skólastjóri í 70% starfi. Samningurinn um sjúkraflutningaskólann var gerður í samræmi við lög nr. 97/1990 um heilbrigðisþjónustu með síðari breytingum, reglugerð nr. 503/1986 um sjúkraflutninga og reglugerð nr. 504/1986 um menntun, réttindi og skyldur sjúkraflutningamanna, ásamt síðari breytingu, sbr. reglugerð nr. 39/1989. Við ákvörðun um staðsetningu sjúkraflutningaskólans var m.a. tekið tillit til þess almenna vilja ríkisstjórnarinnar og Alþingis að setja stofnanir á laggirnar utan höfuðborgarsvæðisins að svo miklu leyti sem hentugt þykir og samrýmanlegt starfsemi viðkomandi stofnunar. Þykir flutningurinn hafa tekist vel og starfsemi skólans til fyrirmyndar.
Skýrsla um rekstur sjúkraflutningaskólans...