Hoppa yfir valmynd
17. október 2018 Heilbrigðisráðuneytið

Undirbúningur að samnorrænum innkaupum lyfja heldur áfram

Norrænt samstarf - myndMynd: Heilbrigðisráðuneyti

Ráðherrar heilbrigðismála í Danmörku og Noregi hafa lýst afdráttarlausum vilja til þess að vinna áfram með Íslandi að sameiginlegum innkaupum lyfja og að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra undirriti einnig yfirlýsingu landanna þar að lútandi fyrir Íslands hönd.

Í sameiginlegu bréfi Ellenar Trane Nørby, heilbrigðisráðherra Danmerkur og Bent Höie, heilbrigðisráðherra Noregs til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra er þetta áréttað eftir að Svandís óskaði eftir afstöðu ráðherranna til samstarfsins. Í bréfi ráðherranna segir að þjóðirnar þrjár standi að mörgu leyti frammi fyrir sömu vandamálum og áskorunum á sviði lyfjamála. Þar á meðal sé vandinn við að tryggja nægt framboð nauðsynlegra lyfja og að takast á við vaxandi útgjöld til málaflokksins. Því sé eðlilegt að löndin vinni saman að norrænum lausnum á þessu sviði.

 


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta