Þingmenn í EFTA-nefndum aðildarríkja fríverslunarbandalagsins heimsóttu Nýju-Delhí 17. – 21. apríl. Af Íslands hálfu voru það Ingibjörg Ísaksen formaður EFTA-nefndarinnar og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður. Á fyrsta degi heimsóknarinnar var haldinn kynningarfundur með sendiherrum EFTA-ríkjanna á Indlandi, sem kynntu ýmsa þætti indverskra stjórnmála og þjóðmála. Guðni Bragason sendiherra Ísland flutti erindi um stöðu jafnréttismála á Indlandi.