Aukinn áhugi á vatns- og salernismálum
Að mati sérfræðinga sem sóttu heimsþing um vatn í Stokkhólmi í síðustu viku gætir meiri áhuga en áður meðal stjórnmálamanna og fólks úr viðskiptum og fjármálum fyrir því að ná alþjóðlegum mælikvörðum Heimsmarkmiðanna um vatns- og salernismál. Þeir bentu reyndar einnig á skort á fjármagni og takmarkaðri heildarsýn þeirra sem koma að þessum málum í þróunarríkjunum auk þess sem sérfræðingarnir telja of litla áherslu lagða á það að ná til fátækasta fólksins.
Stockholm World Water Week stóð yfir alla síðustu viku í höfuðborg Svíþjóðar. Þátttakendur voru 3,200 talsins frá 133 þjóðlöndum.