Samráðsfundur með UNFPA og UNICEF í Úganda um tilraunaverkefni í Buikwe
Íslenska sendiráðið í Kampala hefur fylgst vel með starfi Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) í Úganda sem berjast gegn limlestingum á kynfærum kvenna og barnahjónaböndum. Í framhaldi af ráðstefnu fyrr á árinu um þessi málefni ákváðu sendiráðið og UNFPA að hittast og fara nánar yfir stöðu mála, sérstaklega vegna þess að Ísland hefur stutt þennan málstað svo eftir hefur verið tekið.
Ísland styður tilraunaverkefni dönsku samtakanna WoMena í Buikwe héraði sem er hluti af menntaverkefni Íslendinga með héraðsyfirvöldum en um er að ræða verkefni sem snýr að kynheilbrigði og aðstoð við unglingsstúlkur að stjórna blæðingum. Markmið verkefnisins er að gera stúlkum kleift að mæta í skóla allan ársins hring, óháð tíðahring þeirra.
WoMena fjallaði nýlega á vef sínum um verkefnið.
Álfabikarinn nýr - og svolítið skrýtinn - en fellur undir jákvæða þróun/ ICEIDA