Dönsk stjórnvöld: 0,7% af þjóðartekjum til þróunarmála næstu 3 árin
Samkvæmt danska fjárlagafrumvarpinu sem lagt var fram í síðustu viku vilja dönsk stjórnvöld að framlög til þróunarmála verði nákvæmlega 0,7% af þjóðartekjum næstu þrjú árin. Það þýðir að á næsta ári ætla Danir að verja 15,9 milljörðum danskra króna - 275 milljörðum íslenskra króna - til málaflokksins. Heildarfjárhæðin er nýtt í baráttunni gegn fátækt, til að fyrirbyggja að fólk fari á vergang og til þess að aðstoða flóttafólk, segir í tilkynningu frá danska utanríkisráðuneytinu.
Regeringen udgiver publikation om Danmarks udviklingsbistand og udgifter til flygtningemodtagelse