Hoppa yfir valmynd
6. september 2017 Utanríkisráðuneytið

Breytt verksvið sendiráða Íslands í Úganda og Malaví

Sendiradug_1504708435807Meðal þeirra breytinga sem boðaðar eru í skýrslu um utanríkisþjónustu til framtíðar, sem kynnt var í síðustu viku, er breytt verksvið núverandi sendiráða í Úganda og Malaví. 

Ætlunin er að færa út verksviðið, fyrst með skipun sendiherra í Úganda, þannig að það nái meðal annars til pólítískra og viðskiptalegra viðfangsefna. Í tillögunum segir að í Úganda verði fyrirsvar gagnvart þessum tveimur ríkjum og öðrum ríkjum í álfunni sem og svæðisbundnum samtökum. Um leið verði kjörræðismönnum í Afríku fjölgað.

Í tengslum við þróunarsamvinnu eru einnig tillögur í skýrslunni um að bæta við útsendum fulltrúum við fastanefndina í New York og sendiráðið í París sem sinni málefnum á sviði þróunarsamvinnu. Fulltrúinn í París myndi einnig sinna verkefnum á sviði mannúðaraðstoðar hjá fastanefndinni í Genf, segir í skýrslunni.

Ennfremur er lagt til að gangskör verði gerð að aukinni upplýsingamiðlun hérlendis og erlendis um tilgang, tilhögun og árangur í íslenskri þróunarsamvinnu. Miðað sé við að 1% af heildarframlögum til utanríkisráðuneytisins á sviði þróunarsamvinnu verði notuð í þessu skyni.

Með þessum tillögum eins og öðrum í skýrslunni fylgja ítarlegar greinargerðir.

Myndin er af sendiráðsbyggingunni í Kampala, höfuðborg Úganda, þar sem sendiráð Dana og Íslendinga deila húsnæði. 

Skýrslan:

Utanríkisþjónusta til framtíðar; hagsmunagæsla í síbreytilegum heimi 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta