Hoppa yfir valmynd
3. maí 2018 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Breyting á reglugerð um sveinspróf


Breyting á reglugerð um sveinspróf hefur tekið gildi en bætt hefur verið nýjum málslið í reglugerð nr. 698/2009 sem heimilar nemendum sem eiga innan við 10% ólokið af vinnustaðanámi sínu próftöku til sveinsprófs, samkvæmt neðangreindum viðmiðum mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

Viðmið um umfang vinnustaðanáms sem má vera ólokið þegar sveinspróf er þreytt, sbr. 1. mgr. 3. gr. reglugerðar um sveinspróf nr. 698/2009.

Lengd vinnustaðanáms:

Má vera ólokið:

Dæmi um námsbraut:

24 vikur

3 vikur

Kjólasaumur, rafeindavirkjun

32 vikur

3 vikur

Bílamálun

40 vikur

4 vikur

Snyrtifræði

48 vikur

5 vikur

Bifvélavirkjun

52 vikur

5 vikur

Hársnyrtiiðn

60 vikur

6 vikur

Rennismíði, stálsmíði

72 vikur

7 vikur

Húsasmíði, rafvirkjun

80 vikur

8 vikur

Framreiðsla

96 vikur

10 vikur

Pípulagnir

120 vikur

12 vikur

Veggfóðrun og dúkalögn

126 vikur

12 vikur

Matreiðsla


Þessa breytingu á reglugerð um sveinspróf (nr. 698/2009) má sjá í reglugerð nr. 430/2018.

 
   









Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta