Hoppa yfir valmynd
4. október 2016

Fundargerð velferðarvaktarinnar 4. október 2016

Fundargerð 15. fundar Velferðarvaktarinnar
haldinn 4. október 2016 í velferðarráðuneytinu kl. 9.00-12.00.

Mætt: Siv Friðleifsdóttir, formaður, Angelique Kelley frá Samtökum kvenna af erlendum uppruna, Hjördís Þórðardóttir frá Unicef, Vildís Bergþórsdóttir frá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Héðinn Jónsson frá VIRK, Salbjörg Bjarnadóttir frá Embætti landlæknis, Margrét Júlía Rafnsdóttir frá Barnaheillum, Gyða Hjartardóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Sunna Diðriksdóttir frá innanríkisráðuneyti, Eðvald Stefánsson frá Umboðsmanni barna, Margrét Steinarsdóttir frá Mannréttindaskrifstofu Íslands, Sólveig Hjaltadóttir frá Tryggingastofnun ríkisins, Stefán Vilbergsson frá Öryrkjabandalagi Íslands, Bergþór Böðvarsson frá Geðhjálp og Lovísa Lilliendahl frá velferðarráðuneyti.

Gestur á fundinum var Ragna Bjarnadóttir, lögfræðingur hjá  innanríkisráðuneytinu.

 

Dagskrá fundar:

1. Kynning á nýrri mannréttindaskýrslu um Ísland (UPR-Iceland), með áherslu á málefnasvið Velferðarvaktar
Sunna Diðriksdóttir og Ragna Bjarnadóttir frá innanríkisráðuneytinu kynntu mannréttindaskýrslu um Ísland en staða mannréttindamála á Íslandi verður tekin fyrir öðru sinni á fundi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna í Genf þann 1. nóvember nk. Innanríkisráðuneytinu hafa borist ýmsar athugasemdir frá öðrum ríkjum varðandi skýrsluna og var ákveðið að Velferðarvaktin muni óska eftir því við dómsmálaráðherra að athugasemdir og tilmæli verði þýdd  yfir á íslensku og gerð aðgengileg. Fulltrúar innanríkisráðuneytisins hvöttu einnig Velferðarvaktina til þess að fylgja eftir þeim athugasemdum sem tengjast áherslum og málefnasviði Velferðarvaktarinnar. Slóð á skýrslu: https://www.stjornarradid.is/media/innanrikisraduneyti-media/media/frettir-2016/upr-lokautgafa-4.8.16.pdf


2. Staðan og viðbrögð stjórnvalda í málefnum flóttamanna

Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur í velferðarráðuneytinu, fór yfir stöðuna í málefnum flóttamanna og innflytjenda. Síðustu ár hefur átt sér stað mikil aukning á umsóknum um alþjóðlega vernd og veitingu dvalarleyfa. Mikilvægt er að brugðist sé við því í samfélaginu eins og t.d. í skólakerfinu,  á vinnumarkaðnum o.fl. Linda Rós benti einnig á félagslega þáttinn í þessu samhengi og að skoða ætti að styrkja félagasamtök mun betur til þess að aðstoða flóttafólk við að komast betur inn í íslenskt samfélag. Einnig sé verið að kortleggja hvernig jafna megi stöðu flóttafólks og kvótaflóttafólks þannig að þjónusta við flóttafólk eftir hælisleit verði meira í átt við það þá þjónustu sem kvótaflóttafólk fær.

3. Að koma til Íslands sem flóttamaður
Biljana Boloban, lýsti reynslu sinni af því að koma til Íslands sem flóttamaður ásamt fjölskyldu sinni frá Króatíu árið 2001.

4. Stuttar kynningar:

  • Siv og Lovísa kynntu drög að stöðuskýrslu Velferðarvaktarinnar 2014-2016.
  • Undirbúningur morgunfundar með PEP- Íslandi (People Experience Poverty) um fyrirkomulag mataraðstoðar 21. október nk.

5. Skýrsla um sárafátækt

Rætt var um sárafátæktarskýrsluna sem Hagstofan skilaði í endanlegu formi 13. sept. sl. og næstu skref.
Slóð á skýrsluna: https://www.stjornarradid.is/media/velferdarraduneyti-media/media/skyrslur2016/Skyrsla-um-sarafataekt-13.9.2016.pdf

 

Ekki meira rætt og fundi slitið/LL

Næsti fundur verður haldinn 15. nóvember nk. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta