Umsækjendur um embætti héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur
Hinn 7. júní sl., rann út umsóknarfrestur um embætti héraðsdómara sem mun eiga fast sæti við Héraðsdóm Reykjavíkur. Dómsmálaráðherra skipar í embættið frá og með 1. september 2004.
Fréttatilkynning
Nr. 6/ 2004
Hinn 7. júní sl., rann út umsóknarfrestur um embætti héraðsdómara sem mun eiga fast sæti við Héraðsdóm Reykjavíkur. Dómsmálaráðherra skipar í embættið frá og með 1. september 2004.
Um embættið sóttu:
Arnfríður Einarsdóttir, skrifstofustjóri við Héraðsdóm Reykjavíkur, nú settur héraðsdómari við sama dómstól,
Ásgeir Magnússon hæstaréttarlögmaður,
Drífa Pálsdóttir skrifstofustjóri,
Sigrún Guðmundsdóttir hæstaréttarlögmaður,
Þorsteinn Pétursson, héraðsdómslögmaður, starfar nú sem löglærður fulltrúi sýslumannsins á Selfossi.
Í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu,
10. júní 2004.