Hoppa yfir valmynd
8. apríl 2022 Matvælaráðuneytið

Matvælaráðaherra styður við Dýrahjálp Íslands

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur undirritað samning til tveggja ára um stuðning ráðuneytisins við Dýrahjálp Íslands.

Markmið samningsins er að stuðla að bættri velferð dýra og gera félaginu kleift að sinna tilgangi sínum sem er að sjá fyrir skjóli þeim dýrum sem þess þurfa ásamt því að fá almenning í landinu til fylgis við dýravernd. 

„Starf Dýrahjálpar Íslands hefur frá upphafi að mestu verið unnið í sjálfboðaliðastarfi frá árinu 2008. Umfang starfseminnar hefur vaxið hratt og fyrir löngu komið út fyrir þau þolmörk sem hægt er að ætlast til af sjálfboðaliðum. Samningurinn gerir félaginu kleift að ráða starfsfólk svo halda megi áfram að vinna að velferð dýra og veita þeim skjól“ segir Valgerður Valgeirsdóttir formaður Dýrahjálpar Íslands

Ábyrgð eigenda gæludýra hefur aukist með lögum sem sett voru af Alþingi árið 2013 og reglugerð um velferð gæludýra sem sett var 2016. Störf þeirra sem hjálpa umkomulausum dýrum hafa einnig tekið talsverðum breytingum í kjölfarið og kröfur aukist.

„Meðvitund okkar um þá ábyrgð sem við berum gagnvart gæludýrum hefur aukist til muna. Dýrin gefa okkur mikið og því er einstaklega ánægjulegt að geta stutt við svo mikilvæga starfsemi sem Dýrahjálp Íslands hefur unnið og mun gera um ókomna tíð“ segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra.

 

 

 

 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

3. Heilsa og vellíðan
15. Líf á landi

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta