Leiðbeiningar um reglur sveitarfélaganna um fjárhagsaðstoð
Félagsmálaráðuneytið hefur í samvinnu við Samtök félagsmálastjóra á Íslandi og Samband íslenskra sveitarfélaga samið leiðbeiningar um reglur sveitarfélaganna um fjárhagsaðstoð, sbr. 21. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 með síðari breytingum. Með leiðbeiningunum fylgir yfirlit með útreikningum á fjárhagsaðstoð til mismunandi fjölskyldna og sýnt hverjar yrðu ráðstöfunartekjur einstaklinga og fjölskyldna miðað við leiðirnar tvær kynntar eru í leiðbeiningunum. Greinargerð fylgir einnig hér með þar sem m.a. er greint frá störfum nefndarinnar sem samdi leiðbeiningarnar.
Greinargerð með leiðbeiningum (200 KB)
Leiðbeiningar um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga (330 KB)
(Leið A - framfærsla barna talin með)
Leiðbeiningar um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga (330 KB)
(Leið B - framfærsla barna ekki talin með)
Útreikningar á fjárhagsaðstoð miðað við leiðirnar tvær (500 KB)